Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hugsjónasamar hvunndagshetjur á Suðurnesjum
Fimmtudagur 20. nóvember 2008 kl. 18:57

Hugsjónasamar hvunndagshetjur á Suðurnesjum

Nokkrar húsmæður á Suðurnesjum hafa af hugsjón og kærleik tekið höndum saman um að láta gott af sér leiða til hjálpar þeim sem þarfnast aðstoðar fyrir jólin.

Kaffihús - kaffihlaðborð
Á mánudögum og þriðjudögum frá 24. nóvember til 16. desember milli kl. 14 og 18 standa þessar kærleiksríku konur að rekstri kaffihúss á Glóðinni, Hafnargötu 62 í Keflavík, þar sem allur ágóði rennur í Velferðarsjóð Suðurnesja. Boðið verður uppá kaffihlaðborð með frjálsum framlögum, þó að lágmarki kr. 200.- á mann. Greiðslan fer í söfnunarkassa sem síðan verður afhentur Velferðarsjóði Suðurnesja eftir 16. desember.


Konurnar, sem sjálfar sjá um allan undirbúning, bakstur og annað sem til fellur, eru þessa daga að leita til fyrirtækja á Suðurnesjum um stuðning í formi vöruúttektar til kaupa á hráefni sem nýtist til veitinga á kaffihlaðborði. Fyrirtæki eru hvött til að taka sérstaklega vel á móti þeim.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrirtæki og stofnanir eru jafnframt hvött til að bjóða starfsfólki sínu í kaffihlaðborð og einstaklingar og fjölskyldur eru hvött til að gera sér dagamun og styrkja um leið gott málefni.

Veitingahúsið Glóðin leggur til aðstöðuna undir kaffihúsið endurgjaldslaust. Einnig áætla eigendur Glóðarinnar að bjóða um 80 manns af Suðurnesjum í mat í síðustu vikunni fyrir jólin. Við val á þeim hópi verður leitað til félagsmálayfirvalda og prestana á svæðinu.

Ef einhverjir vilja leggja málefninu lið með öðrum hætti er bent á Önnu Valdísi í síma 697-3521.



Velferðarhópur Suðurnesja