Hugsaðu þig vel um!
eftir Árna Sigfússon
Á síðustu dögum kosningabaráttunnar er orðið erfitt að lesa í tölur og línurit. Öllu ægir saman. Í slíkri stöðu er tryggast að lesa það sem hlutlausar alþjóðlegar greiningarstofnanir segja um stöðu okkar í samanburði við aðrar þjóðir. Þær staðfesta að á síðustu árum hefur gífurlegur árangur náðst í efnahagsmálum hér á landi.
Nú eru forsendur til að bæta um betur!
Með þessari hagvaxtaraukningu hefur okkur einnig tekist að láta kaupmátt lægstu launa hækka meira en kaupmátt annarra launa og hækka bætur almannatrygginga umfram meðallaun. Margt þarf þó enn að bæta og þar tel ég mikilvægast að styrkja stöðu þeirra sem minnst mega sín enn frekar. Þar þurfa sveitarfélög og ríki að standa saman og ekki mun standa á okkur í Reykjanesbæ að leggja þar hönd á plóginn.
Öflugir menn af okkar svæði
Í 1. sæti og í 5. sæti á lista okkar sjálfstæðismanna hér í Suðurkjördæmi eru menn með mikla reynslu og þekkingu á aðstæðum á Reykjanesi. Árni Ragnar Árnason alþingismaður hefur 40 ára starfs- og búsetureynslu á Suðurnesjum. Hann er þekktur á þingi fyrir að vera vinnusamur. Hann verður ekki sakaður um að vera „bara umræðu- eða fjölmiðlapólitíkus“. Árni Ragnar hefur einnig öðlast einstaka lífsreynslu vegna veikinda sinna og þekkir vel til kosta og galla heilbrigðiskerfisins. Þar er verk að vinna.
Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar hefur reynst mér afar mikilvæg stoð í uppbyggingu bæjarins. Reynsla hans, þrátt fyrir ungan aldur, dómgreind og heilindi skipta miklu máli. Það stendur sem hann segir.
Ná mestum árangri fyrir okkur
Í kosningunum framundan getur þú haft veruleg áhrif á að Reykjanesið auki styrk sinn og þrótt. Að við getum byggt sterkari stoðir í orkumálum svæðisins, varnarmálum, heilbrigðismálum, og flug-og hafnsækinni starfsemi. Það er undirstaða þess að við getum enn frekar styrkt velferðarkerfi okkar.
Ef sterk ríkisstjórn er mynduð
Það er full ástæða til að taka mark á vönduðum skoðanakönnunum. Þær sýna að forysta sjálfstæðisflokksins þarf öll atkvæði í höfn ef ekki á að skapa hættu á glundroða í samfélaginu.
Ég geri ekki lítið úr einstaklingum á öðrum listum. En atkvæði greidd öðrum en D-lista sjálfstæðismanna færa okkur fjær möguleika á myndun ríkisstjórnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Því bið ég þig að hugsa þig vel um.
Atkvæði merkt D listanum, í hvaða kjördæmi sem er, getur skilað Sjálfstæðisflokknum þeim fjölda þingmanna sem tryggir áframhaldandi forystu í ríkisstjórn. Sterkur stuðningur við okkur sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi eykur enn frekar góðar líkur á að Böðvar Jónsson nái inn á þing. Það er raunhæfur möguleiki, aðeins ef við stöndum saman.
Við erum á réttri leið. Látum ekkert verða til þess að við töpum þeim árangri sem náðst hefur og áfram er í sjónmáli. Höfum hreinar línur, styðjum Sjálfstæðisflokkinn.
Á síðustu dögum kosningabaráttunnar er orðið erfitt að lesa í tölur og línurit. Öllu ægir saman. Í slíkri stöðu er tryggast að lesa það sem hlutlausar alþjóðlegar greiningarstofnanir segja um stöðu okkar í samanburði við aðrar þjóðir. Þær staðfesta að á síðustu árum hefur gífurlegur árangur náðst í efnahagsmálum hér á landi.
Nú eru forsendur til að bæta um betur!
Með þessari hagvaxtaraukningu hefur okkur einnig tekist að láta kaupmátt lægstu launa hækka meira en kaupmátt annarra launa og hækka bætur almannatrygginga umfram meðallaun. Margt þarf þó enn að bæta og þar tel ég mikilvægast að styrkja stöðu þeirra sem minnst mega sín enn frekar. Þar þurfa sveitarfélög og ríki að standa saman og ekki mun standa á okkur í Reykjanesbæ að leggja þar hönd á plóginn.
Öflugir menn af okkar svæði
Í 1. sæti og í 5. sæti á lista okkar sjálfstæðismanna hér í Suðurkjördæmi eru menn með mikla reynslu og þekkingu á aðstæðum á Reykjanesi. Árni Ragnar Árnason alþingismaður hefur 40 ára starfs- og búsetureynslu á Suðurnesjum. Hann er þekktur á þingi fyrir að vera vinnusamur. Hann verður ekki sakaður um að vera „bara umræðu- eða fjölmiðlapólitíkus“. Árni Ragnar hefur einnig öðlast einstaka lífsreynslu vegna veikinda sinna og þekkir vel til kosta og galla heilbrigðiskerfisins. Þar er verk að vinna.
Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar hefur reynst mér afar mikilvæg stoð í uppbyggingu bæjarins. Reynsla hans, þrátt fyrir ungan aldur, dómgreind og heilindi skipta miklu máli. Það stendur sem hann segir.
Ná mestum árangri fyrir okkur
Í kosningunum framundan getur þú haft veruleg áhrif á að Reykjanesið auki styrk sinn og þrótt. Að við getum byggt sterkari stoðir í orkumálum svæðisins, varnarmálum, heilbrigðismálum, og flug-og hafnsækinni starfsemi. Það er undirstaða þess að við getum enn frekar styrkt velferðarkerfi okkar.
Ef sterk ríkisstjórn er mynduð
Það er full ástæða til að taka mark á vönduðum skoðanakönnunum. Þær sýna að forysta sjálfstæðisflokksins þarf öll atkvæði í höfn ef ekki á að skapa hættu á glundroða í samfélaginu.
Ég geri ekki lítið úr einstaklingum á öðrum listum. En atkvæði greidd öðrum en D-lista sjálfstæðismanna færa okkur fjær möguleika á myndun ríkisstjórnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Því bið ég þig að hugsa þig vel um.
Atkvæði merkt D listanum, í hvaða kjördæmi sem er, getur skilað Sjálfstæðisflokknum þeim fjölda þingmanna sem tryggir áframhaldandi forystu í ríkisstjórn. Sterkur stuðningur við okkur sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi eykur enn frekar góðar líkur á að Böðvar Jónsson nái inn á þing. Það er raunhæfur möguleiki, aðeins ef við stöndum saman.
Við erum á réttri leið. Látum ekkert verða til þess að við töpum þeim árangri sem náðst hefur og áfram er í sjónmáli. Höfum hreinar línur, styðjum Sjálfstæðisflokkinn.