Hugmyndir vantar fólk
Virkjun minnir á fundinn "Hugmyndir vantar fólk" sem haldinn verður í Virkjun miðvikudaginn 18. febrúar og hefst kl. 17.00
Margir ganga með snjallar viðskiptahugmyndir en hafa aldrei látið af þeim verða.
Nú er tækifærið!
Virkjun kallar saman alla þá sem geta lagt í hugmyndabanka. Við búum til hópa um hugmyndir, finnum fjármagn og reynum að ýta hugmyndunum af stað.
Endilega komið öll í Virkjun á Vallarheiði miðvikudaginn 18. febrúar kl. 17:00 og takið sem flesta með ykkur.
Sameiginlega GETUM við skapað tækifæri til betri afkomu okkar.