Aðsent

Hugmyndaþing um framtíðarsýn fyrir Reykjanesbæ
Á laugardaginn standa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir opnum fundi kl. 11.00 í salnum Merkinesi í Hljómahöll.
Föstudagur 11. apríl 2014 kl. 12:54

Hugmyndaþing um framtíðarsýn fyrir Reykjanesbæ

Á laugardaginn standa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir opnum fundi kl. 11.00 í salnum Merkinesi í Hljómahöll, þar sem íbúar fá tækifæri til að koma að vinnu Sjálfstæðisflokksins við framtíðarsýn Reykjanesbæjar fyrir næsta kjörtímabil.

Í tilkynningu frá framboðinu segir:
„Nú sem fyrr leitum við í þínar hugmyndir. Fyrir hverjar bæjarstjórnarkosningar sl. 12 ár höfum við kallað til íbúafundar til að fá fram hugmyndir íbúa um áherslur þeirra fyrir bæinn okkar næstu 4 ár. Í framhaldi af þeim fundi höfum við mótað framtíðarsýn, sem lögð hefur verið fyrir málefnanefndir bæjarins og bæjarstjórn. Þar geta allir átt hlut að máli, óháð stjórnmálaflokkum. Framtíðarsýninni hefur markvisst verið fylgt eftir og Reykjanesbær hefur hlotið opinbera viðurkenningu fyrir slík vinnubrögð.

Allir sjá afraksturinn t.d. í skólamálum, umhverfismálum, þjónustumiðstöð og hjúkrunarheimili fyrir eldri borgara að Nesvöllum, í uppbyggingu Stapa, Rokksafns Íslands og Tónlistaskóla Reykjanesbæjar í Hljómahöll o.s.frv. o.s.frv. Bæjarstjóri hefur fylgt þessum verkefnum eftir á árlegum íbúafundum þar sem íbúar koma ábendingum sínum áfram að.“

Barnagæsla verður á staðnum og er fundurinn opinn fyrir alla fjölskylduna.

Frambjóðendur XD í Reykjanesbæ

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024