Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hugleiðsla til betra lífs
Þriðjudagur 17. febrúar 2004 kl. 11:08

Hugleiðsla til betra lífs

- Ný námskeið í hugleiðslu eru að hefjast í Reykjanesbæ.

Allir vilja vera hamingjusamir og enginn vill þjást, en sárafáir skilja raunverulegar ástæður hamingju og þjáningar. Við hneigjumst til að leita hamingjunnar í kringum okkur, og höldum að ef við hefðum rétta húsið, rétta bílinn, rétta starfið og réttu vinina myndum við vera virkilega hamingjusöm. Við eyðum næstum öllum tíma okkar í að hagræða hinum ytra heimi svo hann samræmist óskum okkar. Allt okkar líf höfum við reynt að umkringja okkur fólki og hlutum sem veita okkur þægindi, öryggi eða örvun, en samt höfum við ekki enn fundið tæra og varanlega hamingju.
Það er tímabært að leita hamingjunnar frá annarri uppsprettu. Hamingjan er hugarástand, og því hlýtur hin sanna uppspretta hamingju að vera innan hugans, en ekki í ytri aðstæðum. Ef hugur okkar er friðsæll munum við vera hamingjusöm, óháð ytri aðstæðum, en ef hann er friðlaus og órólegur getum við aldrei verið sannarlega hamingjusöm, sama hversu mikið við reynum að breyta okkar ytri aðstæðum. Við gætum skipt um heimili eða maka ótal sinnum, en þar til við breytum friðlausum, óánægðum huga okkar, munum við aldrei finna sanna hamingju.
Námskeiðin hefjast 19 febrúar kl 20:15 og er fyrsta skiptið ókeypis kynning. Síðan verða námskeiðin vikulega á fimmtudögum á sama tíma.
Nýtt efni tekið fyrir í hvert skipti, engrar forkunnáttu krafist og allir eru velkomnir óháð skoðunum og trúarbrögðum.
Staður: Iðavellir 9a, gengið inn á bak við Innrömmun Suðurnesja
Kennari er Eiríkur Ingibergsson.
Nánari upplýsingar veittar í símum 551-5259 og 897-4010
Einnig upplýsingar á vefnum: www.karuna.is
Námskeiðin eru á vegum Karuna Búddamiðstöðvar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024