Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Hugleiðingar móður og ömmu
  • Hugleiðingar móður og ömmu
Sunnudagur 25. maí 2014 kl. 08:00

Hugleiðingar móður og ömmu

Arnleif Axelsdóttir skrifar.

Ég flutti til Reykjanesbæjar fyrir  tveimur og hálfu ári síðan. Ég sé seint eftir þeirri ákvörðun. Í Reykjanesbæ býr gott og vinalegt fólk. Þar er mannlíf gott og það er sama hvert maður kemur, manni mætir brosmildum andlitum og þægilegu viðmóti.

Nú um daginn eftir að fór að vora og hlýna í veðri, sat ég úti og fór að fylgjast með börnum sem voru í leik. Hugurinn reikaði til baka, alveg til þess tíma þegar mín börn voru lítil. Núna eru þau uppkomin og komin með sín eigin börn.

Ég man það vel hvernig það var stundum erfitt fjárhagslega að vera með unga fjölskyldu. Það komu tímar inn á milli þar sem þurfti að velja á milli þess að geyma að greiða reikninga og að hreinlega eiga mat á borðið. Það var eðlilegt að maður lagði traust sitt á  stjórnmalamenn.Það er fólkið sem  gefur sig í það hlutverk að gæta  hagsmuna okkar hinna. Þegar tími sveitastjórnarkosninga  kom  fór maður að flakka á milli kosningaskrifstofa til þess að kynna sér hvað flokkarnir hefðu á  stefnuskrá sinni sem átti að  bæta  hag og aðstæður ungra barnafjölskyldna. Maður þóttist vanda valið vel og kaus síðan eftir þessum loforðum um betri hag. Þetta gerði maður kjörtímabil eftir kjörtímabil og síðan fór maður að bíða eftir að loforðin yrðu efnd.

Þar sem ég sat þarna í góða veðrinu áttað ég mig á því að ég var í raun enn að bíða eftir þessum efndum. En núna ekki varðandi hag minn með mín börn, þau jú farin að heiman,  heldur nú var það spurning um hvort þessi „loforð“ yrðu efnd gagnvart uppkomnum börnum mínum og barnabörnum. Svo fór ég að hugsa hvernig ástandið er í rauninni hjá þjóðfélaginu í heild sinni. Ekki bara hvað varðar sveitastjórnarmál. Heldur hvað það eru orðnir margir hópar og sífellt stærri  sem nánast  ekkert hafa. Misskiptingin er orðin gífurleg.  Ég á við hópa eins og láglaunafólk. Fólkið sem  sinnir almennum launastörfum sem  við öll vitum að þarf að vinna. Ungum barnafjölskyldum. Óvinnufærum öryrkjum. Einstæðum foreldrum og ekki má gleyma þeim sem þegar eru  búnir að skila ævistarfinu, eftirlaunaþegum.

Börnin þarna að leika sér fönguðu aftur athygli mína í þessum þönkum. Ég spurði mig í huganum ætli þau séu mett og biður þeirra matur þegar þau koma heim? þetta er mér eðlilegar vangaveltur þar sem ég sjálf er öryrki og þarf að treysta á lágar bætur frá Tryggingastofnun. Oftar en ekki hef ég ekki efni á öðru en ódýrum núðlum i matinn  seinni part hvers  mánaðar. Svo hvernig er það þá að vera með litla munna að fæða á lágum launum sem ekki eru mikið hærri en bæturnar sem ég treysti sjálf á? Eru foreldrar þeirra jafnvel að treysta á bætur til að sjá þeim farborða.

Ég tók þá ákvörðun þá og þarna að leggja sjálf hönd á plóg. Ég ákvað að ganga til liðs við það afl í komandi sveitarstjórnarkosningum sem ég treysti best til að bæta hag þeirra sem helst þurfa á því að halda.
Það þarf að leggja höfuð áherslu á að búa þannig um að fólk hafi sama tækifæri og njóti þeirra sömu forréttinda líkt og margir hverjir. Að það geti brauðfætt fjölskyldu sína án þess að berjast í bökkum hver mánaðarmót. Stöndum á bakvið hjálparstarf stofnanna og félagasamtaka, sem reyna að aðstoða þá sem minna mega sín. Búum svo þannig um að bærinn geti rétt af þann halla sem er innan bæjarfélagsins og byggt upp öflugri og betri grunnaðstoð sveitarfélagsins.


Arnleif Axelsdóttir,
skipar 5. sæti á lista Pírata í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024