Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Hugafarsbreytingar í stjórnsýslunni
Miðvikudagur 19. mars 2014 kl. 12:16

Hugafarsbreytingar í stjórnsýslunni

– Kolfinna Snæbjörg Magnúsdóttir, fyrrum bæjarfulltrúi Garði skrifar

Nú eru sveitarstjórnarkosningar framundan. Íbúarnir Garðs eins og annara bæjarfélaga spyrja sig spurninga s.s. hverju máli skiptir það hvort kosið er og  þá um hvað við séum að kjósa?
Því miður er það þannig að stjórnmálin og stjórnsýslan eru ekki að virka eins vel og þau gætu gert ef samstarf væri betra á milli þeirra aðila sem kjörnir eru til að vinna fyrir íbúana. Það stjórnsýsluform sem við þekkjum best samanstendur af bæjarfulltrúum sem mynda bæjarstjórn af minni og meirihluta. Bæjarfulltrúar eru kjörnir af íbúum sveitarfélaganna til að vinna að hag bæjarbúa sem heildar. Gömla flokkapólitíkin og það stjórnsýsluform þar sem meirihlutinn stjórnar eingöngu og minnihlutinn er óvirkur, stendur fyrir meiri sundrung en sameiningu  og er í raun úrelt form a.m.k. á sveitarstjórnarstiginu.

Breytinga er þörf í stjórnsýslunni, lýðræðisleg vinnubrögð þar sem vægi allra bæjarfulltrúa vegur jafnt, þar sem meiri og minnihluti bæjarstjórnar vinna sem heild fyrir hagsmuni bæjarbúa  ætti að vera krafa okkar allra. Þannig er peningunum best varið,  þ.e. í vandaða stjórnsýslu þar sem tími allra bæjarfulltrúa og þekking nýtist sem best.

Stjórnsýslan í minni bæjarfélögum er rekstrarlega óhagstæð.Það að reka  1500 manna sveitarfélag  þar sem kostnaður hleypur á tugum miljóna einungis við að viðhalda stjórnsýsluformi sem er mjög kostnaðarsamt kallar fram ýmsar spurningar.

Lögum samkvæmt þurfa bæjarfélög að geta haldið uppi lámarks þjónustu gagnvart íbúunum. Til að svo megi verða  þarf að tryggja að faglega sé staðið að þeirri þjónustu sem er lögbundin.Minni sveitarfélögin hafa eðli málsins samkvæmt minni reynslu  og takmarkað fjármagn sem  auðveldlega geta bitnað á gæðum þjónustunnar.

Ef sveitarfélag eins og Garður ætlar að standa undir þeim kröfum sem lög og reglur gera ráð fyrir varðandi þá þjónustu sem er lögbundin þá þurfa breytingar að koma til.Það er ekki nægjanlegt að skreytti sig á tillidögum með alls konar fyrirheitum og fullyrðingum um gæði þjónustunnar sem  því miður í sumum atriðum standast ekki raunveruleikann.

Við sem bæjarbúar Garðs,gamlir og nýir,aðfluttir,á hvaða aldri sem við erum og hvort sem við erum af elrlendu bergi brotin, fötluð eða ófötluð eigum rétt á að  fá að lifa hér líkt og í öðrum bæjarfélögum Íslands. Það á að vera pláss fyrir okkur öll hvernig svo sem við erum. Samfélag sem einkennist af stjórnsýslu sem er lokuð og þröng ,svo afmörkuð að hún þjónar jafnvel betur hagsmunum einstakra ætta  en heildarinnar er ekki það sem virkar.

Við þurfum á víðsýnu fólki með mikla menntun til að geta unnið að framförum hér og snúið við þeirri sundrung sem einkennt hefur stjórnsýsluna í Garði.
Íbúar Garðs eru alveg jafn verðmætir og íbúar annara byggðarlaga en fordómar skapast af þekkingarleysi. Garður hefur allt það sem lítið bæjarfélag getur haft til að hér sé hægt að skapa samfélag sem býður fólki velkomið. Til að svo megi verða þurfum við að byggja umgjörð  sem stuðlar að framþróun samfélagsins. Þannig  mótum við og þróum samfélagslega þætti sem svo nauðsynlegir eru til að fólk komi hingað og vilji búa hér áfram.
Ég vona svo innilega að Garðbúar sjái tækifærin sem felast í ungu vel menntuðu fólki sem er tilbúið að leggja krafta sína fram og gera góðan bæ enn betri bæ  til að búa í.

Ef við höldum áfram með þeim formerkjum sem verið hefur undanfarið kjörtímabil er ég hrædd um að stöðnunin í samfélaginu verði til þess að  Garður geti ekki haldið uppi því þjónustustigi sem nútímasamfélag gerir kröfur um.

Ef bærinn ætlar að halda lögbundnu þjónustustigi þá duga ekki gömlu stjórnsýsluaðferðirnar.Það endar bara á þann veg að Garður verður úthverfi Reykjanesbæjar.Það er e.t.v. það sem Garðbúar vilja.

Kolfinna Snæbjörg Magnúsdóttir,
fyrrum bæjarfulltrúi Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024