Húðflúr og húðgötun
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja vill koma á framfæri að allir sem stunda húðflúr (tattoo) og húðgötun þurfa að hafa starfsleyfi skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga veitir starfsleyfi og setur skilyrði fyrir starfseminni.
Sá sem stundar húðflúr og húðgötun skal hafa undirritað skuldbindingu hjá Landlæknisembættinu um að fara í einu og öllu að leiðbeiningum heilbrigðiseftirlits varðandi reksturinn, þar með talið að upplýsa viðskiptavini um áhættuna sem fylgir. Rík áhersla er lögð á að húðflúri og húðgötun sé aldrei beitt sé um börn undir 18 ára aldri að ræða, nema með skriflegu samþykki foreldra. Viðskiptavinurinn skal framvísa skilríkjum ef vafi leikur á um aldur.