Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

HSS: Ranglega er farið með staðreyndir
Mánudagur 12. desember 2005 kl. 14:06

HSS: Ranglega er farið með staðreyndir

Ég óska HSS alls velfarnaðar. En þegar ég les fréttatilkynningu stofnunarinnar og samanburð milli ára varð ég undrandi, þar sem ranglega er farið með staðreyndir. Í fyrsta lagi er þetta ekki í fyrsta skiptið, sem gefin er út ársskýrsla HSS, það hefur verið gert í áraraðir.

Það má deila um hversu ýtarlegar þær hafa verið, en þá var að vísu ekki tök á, að ráða ritstjóra á fullum launum til að annast skýrsluna, heldur var hún unnin af yfirmönnum deilda, ásamt framkvæmdastjóra með öðrum störfum. Það er illa gert gagnvart yfirlæknum og hjúkrunarforstjórum þeirra ára, sem unnu þetta samviskusamlega, ásamt þeim deildarstjórum, sem héldu utan um tölur yfir starfsemi deildanna. Þetta voru ágætar ársskýrslur, sem gerðu góða grein fyrir starfseminni, en að vísu ekki unnin af faglærðurm ritstjóra, sem ekki var heimild til að ráða.

Þá þykir mér undarlegt og kannske ekki, að einungis er borin saman starfsemi áranna 2003 og 2004, en 2003 var ekki hátt skrifað ár. Nær hefði verið að sýna þróun starfseminnar á nokkrum árum t.d. 1999 til 2004.

Þá óska ég eftir upplýsingum um hvers vegna ekki er staðið við loforð ráðherra, um að aldraðir hefðu forgang, að D- álmunni eins og upphaflega var áætlað, að minnsta kosti uns nýtt hjúkrunarheimili, sem reisa, á er verði tilbúið til notkunar.

Með góðum kveðjum og heillaóskum til HSS.

Jóhann Einvarðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024