HSS: Námskeið fyrir sykursjúka og aðstandendur
Heilsugæsla Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er þessa dagana að undirbúa námskeið fyrir sykursjúka og maka þeirra eða aðstandenda. Námskeiðið verður haldið dagana 25. til 27. október nk. í Eldborg í Svartsengi.
Innifalið í námskeiðinu er gisting í tvær nætur, fullt fæði, fræðslufundir með hjúkrunarfræðingi, næringarráðgjafa, lækni, íþróttakennara og sálfræðingi. Verðið er 17.000 krónur og er miðað við tvo í herbergi.
Skráning á námskeiðið fer fram dagana 26., 27. og 28. september nk. í síma 422 0510 kl. 10:00 til 15:00.
Nánari upplýsingar gefur Sigrún Ólafsdóttir í síma 422 0570.
Með bestu kveðju,
Sigrún Ólafsdóttir
hjúkrunarframkvæmdastjóri,
Sigríður Eysteinsdóttir
næringarráðgjafi.
Mynd: Námskeiðið verður haldið í Eldborg í Svartsengi, þar sem er kraftmikil náttúra og góð aðstaða til námskeiðshalds.