Hrósið til lögreglunnar
Ástæða er til að hrósa lögreglunni á Suðurnesjum fyrir einstaklega skjót og fagmannleg vinnubrögð í kjölfar bankaránsins í Grindavík. Viðbrögð lögreglunnar og allar gjörðir voru að því er virðist hárréttar og snöggar. Árangurinn varð sá að gjörningsmaður náðist nánast strax, fengurinn kominn aftir í réttar hendur og málið komið til dómsstóla.Fyrir okkur, íbúa Suðurnesja, sýnir þetta að við eigum hér frábært lögreglulið sem veitir okkur það öryggi sem við viljum hafa þegar á þarf að halda. Þakkir til lögreglunnar fyrir frábær störf.
Hjálmar Árnason,
alþingismaður.
Myndin: Sigurður Ágústsson aðstoðaryfirlögregluþjónn upplýsir fjölmiðla um gang mála. Hann og lögreglumenn fá hrós frá fjölmiðlamönnum á vettvangi fyrir gott upplýsingaflæði og lipurð í garð frétta- og myndatökumanna. VF-mynd: JKK
Hjálmar Árnason,
alþingismaður.
Myndin: Sigurður Ágústsson aðstoðaryfirlögregluþjónn upplýsir fjölmiðla um gang mála. Hann og lögreglumenn fá hrós frá fjölmiðlamönnum á vettvangi fyrir gott upplýsingaflæði og lipurð í garð frétta- og myndatökumanna. VF-mynd: JKK