Hreppsnefnd Gerðahrepps á móti kvótakerfinu
Hreppsnefndinni barst bréf frá Alþingi þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um stjórnun fiskveiða. Á fundi sínum fyrir páska ákvað hreppsnefndin að mæla ekki með samþykki frumvarpsins og eftirfarandi var bókað á fundinum og samþykkt með fimm atkvæðum en tveir sátu hjá.„Hreppsnefnd Gerðahrepps lýsir yfir andstöðu sinni við núverandi kvótakerfi í heild sinni, því er óþarfi að gera breytingar á því heldur ber að afnema það."