Hreinsun Nikkelsvæðisins löngu tímabær
Bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar lögðu fram ákorun á síðasta bæjarstjórnarfundi þar sem skorað var á utanríkisráðherra að standa við sinn hluta samningsins sem gerður var í ágúst 1996 um hreinsun Nikkelsvæðisins.
Ólafur Thordersen bæjarfulltrúi sagði mikla sjónmengun vera af mannvirkjum á svæðinu auk þess sem svæðið væri hættulegt börnum. Spurningu Skúla Skúlasonar um það hvort börn væru meira á leik á svæðinu nú en áður var svarað á þá leið að girðingar í kring um svæðið væru illa farnar og eftirlit væri ekkert. Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar voru þeirrar skoðunar að málið myndi senn leysast og því var áskorun minnihlutans felld en Böðvar Jónsson (D) sat hjá.
Ólafur Thordersen bæjarfulltrúi sagði mikla sjónmengun vera af mannvirkjum á svæðinu auk þess sem svæðið væri hættulegt börnum. Spurningu Skúla Skúlasonar um það hvort börn væru meira á leik á svæðinu nú en áður var svarað á þá leið að girðingar í kring um svæðið væru illa farnar og eftirlit væri ekkert. Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar voru þeirrar skoðunar að málið myndi senn leysast og því var áskorun minnihlutans felld en Böðvar Jónsson (D) sat hjá.