Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Hreinn meirihluti til heilla
Miðvikudagur 24. maí 2006 kl. 13:36

Hreinn meirihluti til heilla

Ágætu kjósendur !

Nú er stutt til kosninga og vonandi flestir búnir að gera upp hug sinn til þeirra framboða sem í boði eru hér til sveitarstjórnar. Sagt er þó að nokkuð stór hluti kjósenda ákveði ekki hug sinn til slíkra mála fyrr en á síðustu dögum og jafnvel í kjörklefanum.

Ég hef nú fylgst með sveitarstjórnarkosningum hér í meira en fimmtíu ár, framan af sem
sem frambjóðandi og alltaf síðar sem áhugamaður um þau mál. Á þessum tíma var ég flokksbundinn í Alþýðuflokknum og nú í Samfylkingunni.

Ég hef núna sérstaklega fylgst með starfi framboðslista Samfylkingarinnar og óháðra. Ég hef allmikla reynslu af vinnubrögðum í kosningabaráttu og aldrei kynnst eins faglegum og öguðum vinnubrögðum eins og þessa hóps sem þennan lista skipa og þeirra sem þar ráða ferð. Allir þessir fjórtán frambjóðendur hafa allt frá byrjun starfað af heilindum og fórnfýsi að undirbúningi þess sem í gangi hefur verið. Eitt er sérstakt í daglegum störfum þessa hóps, að aldrei hef ég heyrt hnjóðsyrði í garð andstæðinga, þar hafa málefnin ráðið.

Meira en helmingur þessara frambjóðenda er ungur að árum en virðist þó hafa fastmótaðar og ábyrgar skoðanir í helstu málaflokkum okkar hér í Sandgerði. Efstu sæti listans eru skipuð fólki með mikla og haldgóða reynslu í sveitarstjórnarmálum og það væri mikið lán að sem flestir þeirra hlytu góða kosningu.

Ég vil að lokum óska þess að sem flestir fylki sér um S-listann á kjördegi, það væri til heilla Sandgerði og okkur öllum að hér kæmi til starfa hreinn meirihluti S-listans.

ÁFRAM S ! - allir með -

Brynjarr Pétursson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024