Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 6. febrúar 2002 kl. 11:15

Hraðahindranir víða um bæinn

Hjá bænum liggur fyrir mikill fjöldi beiðna um hraðahindranir og skilti um 30 kílómetra hámarkshraða, vegna hraðaksturs um íbúðarhverfi og er þá oftast um unga ökumenn að ræða. Kjartan Már Kjartansson (B) spurði bæjarstjóra að því hver forgangsröðun á gerð hraðahindrana væri, og benti á að íbúar Norðurvalla væru búnir að bíða árum saman eftir hraðahindrun í götunni hjá sér.Ellert Eiríksson bæjarstjóri svaraði því til að breiðar, beinar götur sem beinlínis biðu uppá hraðakstur yrðu teknar fyrst eins og Borgarvegur og Hjallavegur í Njarðvík og Hringbraut í Keflavík, en benti á að tæknideild bæjarins væri með yfirlit yfir forgangsröðunina. Hraðahindranirnar sem að öllum líkindum verða settar upp í næstu viku eru þýskar og gerðar úr endurunnu hertu gúmmíi. Hraðahindranir af þessari gerð eru um það bil fjórum til fimm sinnum ódýrari en þessar hefðbundnu sem eru hellulagðar.„ Þessar eru gular og svartar að lit og með endurskinsglitri og sjást því mjög vel, það er lítið mál að setja þær niður, þær eru boltaðar í malbikið með múrboltum og því auðvelt að flytja þær annað í götuna ef þær hafa verið ranglega staðsettar," sagði Ellert Eiríksson bæjarstjóri. Ellert er búsettur í Suðurgarðinum og þar tóku íbúarnir sig saman og keyptu sjálfir svona hraðahindrun og settu upp í götuna hjá sér, því er komin smá reynsla á þessa tegund hraðahindrana í bænum.„ Þessar þrjár sem verða settar upp í næstu viku eru nokkurskonar tilraunaverkefni og eðlilegt að staðan með þær verði metin um næstu áramót," sagði Ellert að lokum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024