Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hópfimleikaferð til Danmerkur
Laugardagur 19. ágúst 2023 kl. 08:22

Hópfimleikaferð til Danmerkur

Árið 2022 hófu níu fimleikastelpur úr Keflavík ásamt foreldrum þeirra undirbúning og fjáraflanir fyrir ferð til Danmerkur. Tilefni ferðarinnar var að fara í æfingabúðir í hópfimleikum í Ollerup. Brottför var loks þann 30. júlí 2023 og var mikill spenningur í hópnum. Einnig voru þjálfarar stúlknanna með í för, systurnar Hildur Björg og Ásdís Birta Hafþórsdætur.

Þjálfararnir voru á þjálfaranámskeiði á meðan stelpurnar voru á æfingum. Frá morgni til kvölds var mikil dagskrá, nokkrar fimleikaæfingar, dansæfingar, hópefli og slip and slide. Eftir kvöldmat gátu stúlkurnar t.d. valið að fara í sund, frisbígolf eða strandblak. Rétt fyrir svefninn var svo danskt „Hygge“, þá voru allir iðkendur saman komnir þar sem ýmislegt skemmtilegt var gert eins og að syngja, fara í leiki og í Kahoot-spurningakeppni. Stelpurnar nutu sín í botn í ferðinni, lærðu helling af þjálfurum Ollerups og skemmtu sér vel. Mikil ánægja var með ferðina og myndu stelpurnar vilja fara aftur í æfingabúðirnar eftir eitt ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að lokum vilja þær skila þakklæti til allra sem styrktu þær á einn eða annan hátt fyrir þessari æðislegu æfingaferð.

Fyrir hönd hópsins,
Jane Petra Gunnarsdóttir, fararstjóri.