Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Holuhraun og Gunnuhver – allt að gerast!
Þriðjudagur 23. september 2014 kl. 09:47

Holuhraun og Gunnuhver – allt að gerast!

Opið hús hjá MSS

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, MSS, verður með opið hús næstkomandi miðvikudag, 24. september. Húsið opnar kl. 18:00. Tilefnið er ný námsskrá fyrir komandi misseri ásamt almennri kynningu á starfsemi MSS.

Gestafyrirlesarar eru tveir að þessu sinni, Ari Trausti Guðmundsson og Katrín Garðarsdóttir.

Ari Trausti er jarðeðlisfræðingur og áhugamaður um íslenska náttúru. Ari Trausti ætlar að fræða okkur um ástandið í Holuhrauni og velta vöngum yfir því sem er að gerast á Reykjanesi. Hefst fyrirlestur hans kl. 20.00.

Katrín er fjármálaráðgjafi hjá Leiðin til velgengni. Katrín ætlar að fjalla almennt um fjármál og gefa hagnýt ráð um hvernig sé best að leggja fyrir og spara. Fyrirlestur Katrínar hefst kl. 19.00.

Léttar veitingar í boði.
Hlökkum til að sjá þig.

Starfsfólk Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024