Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hollvinir mótmæla niðurskurði
Sunnudagur 3. október 2010 kl. 15:30

Hollvinir mótmæla niðurskurði

Hollvinir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja mótmæla harðlega tillögum um niðurskurð á framlagi ríkisins til rekstrar HSS fyrir árið 2011. Tillögur þessar leiða til þess að þjónustan við sjúklinga og fæðandi konur færist til Reykjavíkur sem skapar óöryggi og óvissu.

Ekki hefur verið sýnt fram á að flutningur á þjónustunni verði til þess að draga úr kostnaði ríkisins við þessar breytingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víst er að segja verður upp fjölda starfsmanna við HSS ef mæta á kröfunni og er varla á bætandi þar sem atvinnuleysi á Suðurnesjum er hvað mest á landinu.

Allt þetta er nú að gerast á sama tíma og ríkið er að leggja fram húsnæði og þar með fjármagn fyrir einkasjúkrahús á varnasvæðinu fyrrverandi. Kadeco, fyrirtæki í eigu ríkisins, er í samstarfi við einkafyrirtæki sem stefnir að því að setja á stofn sjúkrahús.

Framlög ríkisins til HSS í samanburði við önnur sjúkrahús hafa hlutfallslega verið - og eru enn - lægst og ekki hefur verið tekið mið af nærveru þess við Keflavíkurflugvöll.

Við skorum á alla Suðurnesjamenn, sérstaklega fulltrúa í sveitarstjórnum, og þingmenn Suðurkjördæmis að bregðast við þessum hugmyndum með viðeigandi hætti.


Eyjólfur Eysteinsson

Sólveig Þórðardóttir