Höfum við gefist upp?
“Á nú að fara að tala um kvótakerfið enn og aftur, það eru allir orðnir hundleiðir á þeirri umræðu og engu hægt að breyta hvort sem er, þar sem kerfið hefur gilt svo lengi”. Þessa setningu greip ég á lofti þegar nokkrir kunningjar mínir voru að ræða um sjávarútvegsmál fyrir stuttu síðan. Því miður virðist reyndin sú að margir hafa gefist upp á að ræða það ranglæti sem núverandi kvótakerfi hefur haft í för með sér og þeirri skoðun vaxið fiskur um hrygg að núverandi kerfi sé óumbreytanlegt.Ég tók einnig eftir því að í stefnuræðu forsætisráðherra nú í upphafi þings var ekki einu orði minnst á kvótakerfið og því verður að álykta að hann telji hlutina þar í góðu lagi. Við megum ekki láta svæfa okkur í nauðsynlegri umræðu um breytingar á kvótakerfinu, því ef ekkert verður aðgert munu allar aflaheimildir við Ísland safnast á enn færri hendur en nú er, með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir sjávarplássin vítt og breytt um landið.
Óánægja með núverandi kerfi er ákaflega víðtæk. Þrátt fyrir það kjósa margir hinna óánægðu þetta kerfi yfir sig aftur og aftur með því að styðja kvótaflokkana, Framsóknar og Sjálfstæðis, til meirihluta á Alþingi. Samfylkingin hefur bent á fyrningaleiðina sem færa leið út úr ógöngunum og sú leið, að útgerðir skili kvótanum til ríkisins í áföngum, er sársaukaminnsta leiðin til að komast út úr núverandi kerfi. Ekki er við útgerðamenn að sakast um hvernig komið er, þeir hafa flestir hverjir einungis unnið innan þess kerfis sem Alþingi hefur sett þeim og reynt að bregðast við breytingum jafnóðum og þær verða. Hvorki er réttlátt né fært að svipta þá kvótanum í einu lagi og nauðsynlegt að útgerðarfyrirtækin hafi tíma til að aðlagast breyttum aðstæðum.
Nýleg dæmi sanna svo ekki verður um villst hvernig kvótinn er að safnast á fárra hendur. Það tekur ekki nema einn eftirmiðdag að selja stórt fyrirtæki sem jafnframt er burðarás í viðkomandi bæjarfélagi í hendur annars fyrirtækis, án nokkurrar tryggingar fyrir því að kvótinn og þar með atvinnan flytjist ekki burtu. Glæsileg hafnarmannvirki sem byggð hafa verið upp til að mæta þörfum viðkomandi útgerðar geta því orðið fáum eða engum til gagns og sveitarfélögin sem skuldsettu sig til uppbyggingar þeirra, sitja eftir með lánin sem íbúar þeirra þurfa að greiða af næstu áratugina. Hafnir vítt og breytt um landið eru í þessari stöðu og standa á engan hátt undir rekstri og afborgunum af lánum.
Breytingar á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi verða ekki nema valdahlutföll á Alþingi breytist og Samfylkingin komist í lykilaðstöðu við myndun næstu ríkisstjórnar. Fyrir dyrum er prófkjör Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þar sem sett verður upp sú forusta sem leiða mun Samfylkinguna hér í næstu kosningum. Það er mikilvægt að sem flestir taki þátt í að velja þá forustu og skora ég á þá sem ekki hafa gerst félagar og tryggt sér þátttökurétt í prófkjörinu, að gera það fyrir 2. nóvember nk. Hægt er að skrá sig í Samfylkinguna hjá félögum á hverjum stað eða fara inn á heimasíðu www.samfylking.is og skrá sig þar. Látum málin okkur varða og höfum áhrif.
Jón Gunnarsson
sækist eftir 2. sæti
á framboðslista Samfylkingarinnar í komandi prófkjöri
Óánægja með núverandi kerfi er ákaflega víðtæk. Þrátt fyrir það kjósa margir hinna óánægðu þetta kerfi yfir sig aftur og aftur með því að styðja kvótaflokkana, Framsóknar og Sjálfstæðis, til meirihluta á Alþingi. Samfylkingin hefur bent á fyrningaleiðina sem færa leið út úr ógöngunum og sú leið, að útgerðir skili kvótanum til ríkisins í áföngum, er sársaukaminnsta leiðin til að komast út úr núverandi kerfi. Ekki er við útgerðamenn að sakast um hvernig komið er, þeir hafa flestir hverjir einungis unnið innan þess kerfis sem Alþingi hefur sett þeim og reynt að bregðast við breytingum jafnóðum og þær verða. Hvorki er réttlátt né fært að svipta þá kvótanum í einu lagi og nauðsynlegt að útgerðarfyrirtækin hafi tíma til að aðlagast breyttum aðstæðum.
Nýleg dæmi sanna svo ekki verður um villst hvernig kvótinn er að safnast á fárra hendur. Það tekur ekki nema einn eftirmiðdag að selja stórt fyrirtæki sem jafnframt er burðarás í viðkomandi bæjarfélagi í hendur annars fyrirtækis, án nokkurrar tryggingar fyrir því að kvótinn og þar með atvinnan flytjist ekki burtu. Glæsileg hafnarmannvirki sem byggð hafa verið upp til að mæta þörfum viðkomandi útgerðar geta því orðið fáum eða engum til gagns og sveitarfélögin sem skuldsettu sig til uppbyggingar þeirra, sitja eftir með lánin sem íbúar þeirra þurfa að greiða af næstu áratugina. Hafnir vítt og breytt um landið eru í þessari stöðu og standa á engan hátt undir rekstri og afborgunum af lánum.
Breytingar á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi verða ekki nema valdahlutföll á Alþingi breytist og Samfylkingin komist í lykilaðstöðu við myndun næstu ríkisstjórnar. Fyrir dyrum er prófkjör Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þar sem sett verður upp sú forusta sem leiða mun Samfylkinguna hér í næstu kosningum. Það er mikilvægt að sem flestir taki þátt í að velja þá forustu og skora ég á þá sem ekki hafa gerst félagar og tryggt sér þátttökurétt í prófkjörinu, að gera það fyrir 2. nóvember nk. Hægt er að skrá sig í Samfylkinguna hjá félögum á hverjum stað eða fara inn á heimasíðu www.samfylking.is og skrá sig þar. Látum málin okkur varða og höfum áhrif.
Jón Gunnarsson
sækist eftir 2. sæti
á framboðslista Samfylkingarinnar í komandi prófkjöri