Hneyksluð á innheimtuaðgerðum Bylgjunnar
Víkurfréttum barst grein frá hneyksluðum foreldra fyrir nokkru vegna óvenjulegra innheimtuaðgerða starfsmanna á sumarmóti Bylgjunnar í Reykjanesbæ. Þar var skófatnaði barna sem ekki greiddu í leiktækin tekinn af þeim og var málið kynnt til lögreglu á þeim tíma.
Á leið minni heim af Sumarmóti Bylgjunnar langaði mig mikið að skrifa í blöðin um hvað ég væri hneyksluð og nú get ég ekki orða bundist og ákvað því að láta verða af því.
Ég lagði af stað á Sumarmótið með litlu stelpuna mína og vinkonu hennar til þess að eiga glaðan dag. Ég misskildi auglýsinguna eins og flestir aðrir foreldrar sem komu með börnin sín á svæðið. Í auglýsingunni stóð „Leiktæki fyrir börnin“ og hélt ég að þetta væri í boði Bylgjunnar og Samkaupa. Þegar á staðinn var komið gerði ég mér grein fyrir því að greiða þurfti fyrir hvert tæki, meira að segja kostaði fyrir yngstu börnin í „hoppu-kastala“ og því er ég ekki hissa á því að nokkur börn hafi „brotist inn“ og hoppað frítt.
Ég var að vísu heppin, ég hafði ætlað mér að versla í Samkaup og var með pening. Þurfti ég því ekki að fara með þær vinkonur grátandi eða skólausar heim. Mér er spurn, ætli Bylgjulestin hafi farið á hausinn við þessi innbrot barnanna? Er svona dýrt loftið sem dælt er í þessa kastala? Og geta þeir þá ekki bara haldið útsölu á notuðum barnaskóm upp í kostnaðinn?
Fanney Grétarsdóttir
Á leið minni heim af Sumarmóti Bylgjunnar langaði mig mikið að skrifa í blöðin um hvað ég væri hneyksluð og nú get ég ekki orða bundist og ákvað því að láta verða af því.
Ég lagði af stað á Sumarmótið með litlu stelpuna mína og vinkonu hennar til þess að eiga glaðan dag. Ég misskildi auglýsinguna eins og flestir aðrir foreldrar sem komu með börnin sín á svæðið. Í auglýsingunni stóð „Leiktæki fyrir börnin“ og hélt ég að þetta væri í boði Bylgjunnar og Samkaupa. Þegar á staðinn var komið gerði ég mér grein fyrir því að greiða þurfti fyrir hvert tæki, meira að segja kostaði fyrir yngstu börnin í „hoppu-kastala“ og því er ég ekki hissa á því að nokkur börn hafi „brotist inn“ og hoppað frítt.
Ég var að vísu heppin, ég hafði ætlað mér að versla í Samkaup og var með pening. Þurfti ég því ekki að fara með þær vinkonur grátandi eða skólausar heim. Mér er spurn, ætli Bylgjulestin hafi farið á hausinn við þessi innbrot barnanna? Er svona dýrt loftið sem dælt er í þessa kastala? Og geta þeir þá ekki bara haldið útsölu á notuðum barnaskóm upp í kostnaðinn?
Fanney Grétarsdóttir