Hlýjast sunnanlands í dag
Klukkan sex í morgun var norðaustanátt, 10-18 m/s norðvestan- og vestanlands, en mun hægari í öðrum landshlutum. Norðvestantil á landinu var snjókoma, dálítil væta norðaustanlands en þurrt sunnan heiða. Hiti var frá 5 stigum við suðurströndina, niður í eins stigs frost í Bolungarvík.Heldur vaxandi norðaustanátt, víða 15-20 m/s norðvestantil á landinu og einnig suðaustanlands síðdegis, en hægari vindur annars staðar. Rigning eða slydda, en að mestu þurrt suðvestanlands í dag og fram á nótt. Hiti frá frostmarki upp í 10 stig, hlýjast sunnanlands í dag.