Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Hlutfall skulda og eigna verður hagstæðara fyrir öll sveitarfélögin
Þriðjudagur 12. júlí 2011 kl. 09:17

Hlutfall skulda og eigna verður hagstæðara fyrir öll sveitarfélögin

Þær breytingar sem nýlega hafa verið kynntar á eignarhaldsfélaginu Fasteign (EEF) fyrir sveitarfélögunum sem eru aðilar, hafa verið metnar jákvæðar af þeim. Háskólinn í Reykjavík og Álftanes, sem báðir eru aðilar að EFF, höfðu lent í greiðsluerfiðleikum sem gerði félaginu erfitt um vik. Lausnin er fólgin í að losa HR, Álftanes og eignir fjármálafyrirtækja út úr félaginu, endursemja við bankana um fyrirkomulag lána EFF og lækka þannig greiðsluskuldbindingar allra sveitarfélaganna til EFF.

Leigusamningar munu taka mið af lánsupphæð en áður voru þeim einnig viðhalds- og rekstrarkostnaður, auk arðsemiskröfu. Sveitarfélögin munu nú sjálf sjá um rekstur og viðhald eignanna og arðsemiskrafan er nánast felld niður. Sveitarfélögin eignast svo eignirnar í lok leigutíma. Í reikningsskilareglum sem sveitarfélögum er skylt að fara eftir var farið að meta leiguskuldbindinguna út leigutíma til skuldar og því hækkuðu skuldir sveitarfélaganna mjög mikið samkvæmt þessari reglu.

Við þessa breytingu nú lækka skuldbindingar (skuldir) sveitarfélaganna umtalsvert en á móti lækkar hlutafé þeirra í EFF. Í tilviki Reykjanesbæjar var það hlutafé, 526 milljónir kr., upphaflega tekið af því fé sem EFF greiddi fyrir eignirnar á sínum tíma.

Hlutfall skulda og eigna vegna þessara breytinga er hagstætt fyrir öll sveitarfélögin, einnig Reykjanesbæ. Þess vegna mun Reykjanesbær samþykkja að vinna eftir þessum leiðum áfram.

Árni Sigfússon

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar