Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hjörtur sækist eftir 5. sæti Samfylkingar
Fimmtudagur 19. febrúar 2009 kl. 08:48

Hjörtur sækist eftir 5. sæti Samfylkingar

Hjörtur Guðbjartsson heiti ég og er 25 ára Reykjanesbæingur.  Ég er fæddur og uppalinn í Innri-Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar þar sem ég bý nú með unnustu minni, Vilborgu Pétursdóttur félagsráðgjafanema.

Ég er útskrifaður með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nem nú stjórnmálafræði við Háskóla Íslands auk þess að sinna stöðu framkvæmdastjóra hjá Lyfta.is í Reykjanesbæ.
Ég er mikill áhugamaður um stjórnmál og hef tekið virkan þátt í félagsstarfi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.

Ég tel að við þær aðstæður sem nú eru upp komnar í þjóðfélaginu sé mikilvægt að félagshyggju- og jafnaðarfólk sé við stjórnvölinn svo við Íslendingar föllum ekki aftur í sömu gryfju og við þurfum nú að grafa okkur upp úr eftir hrun nýfrjálshyggjunnar.  Þeir sem minna mega sín gleymdust oftar en ekki í þjóðfélagsumræðu sl. ára, það má ekki gerast aftur í komandi uppbyggingu.  Ríki jafnaðar- og félagshyggju er það land sem best er að búa í og þannig viljum við að Ísland framtíðarinnar verði.

Fólkið í landinu kallar eftir endurnýjun og vil ég því leggja lóð mitt á vogarskálarnar og þannig taka þátt í uppbyggingu nýs og betra samfélags.  Því býð ég mig fram í 5. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024