Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hjálpræðisherinn með markað
Mánudagur 3. nóvember 2008 kl. 15:32

Hjálpræðisherinn með markað



Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ, með góðri hjálp frá m.a. Hvítasunnukirkjunni Keflavík, byrjar þann 12. nóvember með „poka-markað” með notuðum barna- og unglingafatnaði. Markaðurinn verður til að byrja með opinn miðviku- og fimmtudaga frá kl. 11:00 til 15.00 í nýju húsnæði Hjálpræðishersins á Flugvallarbraut 730, Vallarheiði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í boði verður að fylla plastpoka með góðum fatnaði fyrir aðeins 1000 kr. og samtímis styrkja gott málefni. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti og einnig er tækifæri til samtala og fyrirbæna.

Á tímum sem nú verðum við að standa saman og Hjálpræðisherinn hvetur sem flesta til að taka þátt í þessu verkefni með því að því að gefa föt, kaupa fatapoka, baka kökur eða gerast sjálfboðaliði. Á þann hátt getur þú verið með að hjálpa okkur að hjálpa öðrum.

Fatagámur frá Gámaþjónustunni er staðsettur fyrir utan herhúsið, þar sem almenningi gefst kostur á að gefa notuð og vel með farin barna- og unglingaföt.

Nánari upplýsingar fást hjá Ester s. 6943146 eða hjá [email protected]