Hjálparsími Rauða kross Íslands 1717
Hjálparsími Rauða krossins er landverkefni allra deilda RKÍ og er opinn allan sólahringinn, alla daga ársins. Ókeypis er að hringja í 1717 úr öllum símum.
Fólk á öllum aldri og úr öllum landshlutum nýtir sér þjónustu 1717.
Hjálparsíminn hefur það að markmiði sínu að vera til staðar fyrir þá sem á þurfa að halda vegna vanlíðunar af einhverju tagi. Hjá 1717 er fólk sem er tilbúið að hlusta og ræða við fólk sem líður illa til dæmis vegna geðraskana, þunglyndis, kvíða eða einmanaleika. Þeir sem svara í símann eru starfsfólk og sjálfboðaliðar sem hlotið hafa til þess fræðslu, námskeið og þjálfun.
Tvisvar sinnum á ári er staðið fyrir átaksvikum hjá 1717 tengdum ákveðnum málaflokkum. Vikan 12-19. mars er tileinkuð átröskunum. Þá vikuna er fólk sérstaklega hvatt til að hringja inn vegna þessa málefnis, bæði þá sem þjást af átröskun en einnig aðstandendur. Talið er að átröskun sé vaxandi vandamál í heiminum og hringingar frá fólki sem haldið er sjúkdómnum hafa aukist hjá 1717 síðustu ár. Margs konar úrræði eru í boði fyrir fólk sem vill leita sér hjálpar eða meðferðar. Erfiðasti hjallinn er að átta sig á eitthvað sé að og gera eitthvað í málnunum. Hjá 1717 er hægt að létta á hjarta sínu í trúnaði og nafnleynd og taka þannig fyrsta skrefið í að leita sér hjálpar og fá hvatningu til nýta sér þau úrræði og meðferðir sem í boði eru.
Fólk á öllum aldri og úr öllum landshlutum nýtir sér þjónustu 1717.
Hjálparsíminn hefur það að markmiði sínu að vera til staðar fyrir þá sem á þurfa að halda vegna vanlíðunar af einhverju tagi. Hjá 1717 er fólk sem er tilbúið að hlusta og ræða við fólk sem líður illa til dæmis vegna geðraskana, þunglyndis, kvíða eða einmanaleika. Þeir sem svara í símann eru starfsfólk og sjálfboðaliðar sem hlotið hafa til þess fræðslu, námskeið og þjálfun.
Tvisvar sinnum á ári er staðið fyrir átaksvikum hjá 1717 tengdum ákveðnum málaflokkum. Vikan 12-19. mars er tileinkuð átröskunum. Þá vikuna er fólk sérstaklega hvatt til að hringja inn vegna þessa málefnis, bæði þá sem þjást af átröskun en einnig aðstandendur. Talið er að átröskun sé vaxandi vandamál í heiminum og hringingar frá fólki sem haldið er sjúkdómnum hafa aukist hjá 1717 síðustu ár. Margs konar úrræði eru í boði fyrir fólk sem vill leita sér hjálpar eða meðferðar. Erfiðasti hjallinn er að átta sig á eitthvað sé að og gera eitthvað í málnunum. Hjá 1717 er hægt að létta á hjarta sínu í trúnaði og nafnleynd og taka þannig fyrsta skrefið í að leita sér hjálpar og fá hvatningu til nýta sér þau úrræði og meðferðir sem í boði eru.