Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hjálpaðu þér sjálfur – þá verður þér hjálpað
Fimmtudagur 23. júní 2005 kl. 15:05

Hjálpaðu þér sjálfur – þá verður þér hjálpað

Æ oftar láta sjúklingar þá ósk í ljós að vera meðhöndlaðir á “náttúrulegan hátt”. Hinn mikli áhugi á náttúrulækningum sem stöðugt nær meiri útbreiðslu hefur hins vegar leitt til þess hin síðari ár að alls kyns meðferðir hafa verið settar undir þeirra hatt án þess að eiga þangað erindi. Afleiðingin hefur aftur orðið sú að hugtakið um náttúrulækningar er óljóst og hefur oft valdið misskilningi. Bæði smáskammtalækningar, antrópósófísk læknisfræði, hinar svokölluðu óhefðbundnu lækningar sem og hluti estorik hafa oft verið flokkuð undir náttúrulækningar en það er ekki rétt. Til hinna hefðbundnu náttúrulækninga má nefna líföndun (ekki joga), meðferð sem byggir á breyttu mataræði sem miðast við heilsu sjúklingsins sem í hlut á og handfjöllunarmeðferðir þar sem mikil áhersla er lögð á þekkingu á líkamanum. Auk þess má nefna ljósameðferð og jurtalækningar. Það er mjög mikilvægt fyrir leikmenn að þekkja hvaða meðferðir eru skynsamlegar og læknisfræði­lega nauðsynlegar, meðal annars svo þeir kasti ekki peningum á glæ. Ef fólk lendir í því að eyða miklum peningum án þess að fá neitt út úr því hefur verið beitt óábyrgum aðferðum.


Hefðbundnar læknisaðferðir og náttúrulækningar eru ekki í mótsögn hvor við aðra. Þvert á móti geta aðferðirnar bætt hvora aðra upp. Þess vegna er mikilvægt að fara fyrst í læknisrannsókn og fá greiningu á sjúkdóminum áður en leitað er óhefðbundinna lækninga. Hin mikla list felst í því að þekkja mörkin á milli læknisfræði og náttúrulækninga, sem eru þau að læknisfræði fæst við alvarlega/ólæknandi? sjúkdóma en náttúrulækningum má beita þegar um minniháttar kvilla eða truflun á líkamsstarfsemi er að ræða. Náttúrulækningar geta gagnast vel til dæmis ef sjúklingur kvartar yfir verkjum án þess að hægt sé að greina ákveðinn sjúkdóm í einhverju líffæri. Auk þess má lækna vægan lasleika eins og kvef með náttúrulækningum.
Til dæmis má ekki nota handfjöllunarmeðferðir eins og nudd af miklum krafti ef um mikinn sársauka er að ræða, það er varasamt og getur gert illt verra.
Þegar um lífshættulega sjúkdóma er að ræða eiga aðferðir hinnar mjúku læknisfræði ekki við. Það er líka óviðeigandi og jafnvel hættulegt þegar meðferðaraðilar líta svo á að einhver ein aðferð sé sú eina rétta. Náttúrulækningar verða stöðugt að skoðast í heildrænu meðferðarsamhengi. Úrslitaatriðið hér er að hver og einn meðferðaraðili verður að þekkja sín takmörk, meira að segja útlærður nuddari.


Margir hafa litla skoðum á læknisfræði og velja helst þá aðferð þar sem ekkert er lagt upp úr því að þeir sjálfir þurfi að taka þátt í lækningaferlinu. Sjúklingar sem fá meðhöndlun samkvæmt náttúrulækningum hrökkva oft í baklás þegar þeir sjá að þessar aðferðir krefjast aga og virkni af hálfu þeirra sjálfra. Þar má nefna breytingar á mataræði, sjúkraþjálfun og einnig Ordnungstherapie/heildræna meðferð? sem hefur unnið sér sess innan náttúrulækn­inga. Hún gengur út á það að fá einstaklinga til að koma betra skipulagi á líf sitt, hreyfa sig meira og slaka á, fara snemma í rúmið, drekka áfengi í hófi og ef mögulegt er að hætta að reykja. Skipulagt líf sem hæfir lífshrynjandinni er skilyrði fyrir því að  náttúrulækn­ingar, svo og aðrar læknisfræðilegar aðferðir, beri árangur. Náttúrulækningar krefjast þáttöku og ábyrgðar sjúklingsins og meiri þolinmæði af hans hálfu en hefðbundin læknisfræði.

Elsta meðferðarformið – Jurtalyflækningar
Jurtalyflækningar eru elsta náttúrulækningameðferðin. Tveir þriðju hlutar mannskynsins nota jurtalyf (stundum kallað grasalækningar). Þá er oft litið framhjá því að hefðbundin læknisfræði notar jurtalyf. Lækningamáttur jurta er grunnur allrar lyfjaþróunar. Látið samt ekki blekkjast og taka jurtalyf sem ekki fylgja nægar skýringar.
Jurtalyf, eins og allar nátttúrulækningar, virka á þann hátt að þau hjálpa líkamanum að takast sjálfur á við orsakir sjúkdóma og sigrast á þeim.
Við getum einnig talið krydd til lyfja, það vissu áar okkar og á miðöldum gátu margir sem veikir voru þakkað kryddkonunni ef þeir læknuðust. Til dæmis getur einir læknað hósta því hann er slímlosandi. Hann örvar matarlystina, kemur í veg fyrir  magaverk og hefur góð áhrif á blóðrásina. Annað dæmi er paprika sem er næstum undralyf. Hún örvar meltinguna, er bólgueyð­andi og kvalastillandi, losar um stíflur í nefi, örvar blóðrás og einnig svitamyndun.
Líföndun er ekki það sama og jóga. Hún er hins vegar sérstök tegund meðferðar. Öndun er ómeðvitað ferli. Með líföndun lærir maður að endurheimta hina eðlilegu öndun. Það auðveldar manni að skynja tilfinningar sínar. Með því að finna hinn eðlilega öndunartakt er mögulegt að ná aftur samhljómi við lífið eins og það kviknaði í brjósti manns við hinn fyrsta andardrátt.
Birgitta Jónsdóttir Klasen

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024