Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 14. maí 2003 kl. 14:36

Hjálmur er höfuðatriði

Allir þeir sem eru á reiðhjóli ættu að vera með viðurkenndan hlífðarhjálm, en lögum samkvæmt er öllum yngri en 15 ára skylt að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar.Lögreglan mun á næstunni vera með átak og fylgjast sérstaklega með að þessum lögum sé framfylgt. Lögreglan mun hafa afskipti af börnum yngri en 15 ára sem eru á reiðhjóli og eru ekki með hlífðarhjálm, taka niður nafn þeirra og heimilisfang. Foreldrar þeirra fá síðan sent bréf frá lögreglunni um þessi afskipti og afrit af bréfinu verður sent til Barnaverndarnefndar.
Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum: Foreldrar þurfa að meta hvort að barn þeirra hefur þroska til að nota reiðhjól og hvort að umferðaraðstæður eru þannig að þau geti bjargað sér án fylgdar. Almenna reglan er sú að börn undir 12 ára aldri hjóli aðeins á göngu-og hjólreiðastígum, fyrr hafa þau ekki þann þroska og reynslu sem þarf til að hjóla samhliða bifreiðum.
Lögreglan gerði könnun á notkun hlífðarhjálma hjá börnum sem komu á reiðhjólum í skólann á morgnana og var könnunin gerð dagana 24.-29. apríl s.l. Er skemmst frá því að segja að ástandið er mjög slæmt, fæst börn voru með hlífðarhjálma. Af 88 börnum sem komu á reiðhjóli í skólann voru 53 börn ekki með hjálm eða 60 %.
Nokkur atriði sem ber að hafa í huga varðandi hjólreiðahjálma:
1. Allir hjálmar eiga að vera CE merktir sem þýðir að þeir uppfylli lágmarkskröfur um öryggi.
2. Hjálminum eiga að fylgja íslenskar leiðbeiningar
3. Hjálmurinn þarf að vera af réttri stærð, merking sem sýnir stærð hans er inni í honum.
4. Foreldrar þurfa að fylgjast reglulega með að hjálmurinn sé rétt stilltur, hann sitji þétt á höfðinu.
5. Hjálmur í skærum litum sést best í umferðinni.
6. Í kulda er best að nota þunna lambhúshettu eða sérstakar eyrnahlífar.
7. Hvorki má líma merki eða mála á hjálminn, höggþol getur þá minnkað.
8. Ef börn eru reidd á hjóli er skilyrði að þau séu í sérstöku sæti með hjálm.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024