Hjálmar sem ráðherra
KALLINN FJALLAR um kosningaúrslitin í næstu Víkurfréttum – þessi pistill er ætlaður til stuðnings Hjálmari Árnasyni þingmanni Suðurnesja.
ALLAR LÍKUR eru á því að núverandi stjórnarflokkar haldi áfram stjórnarsamstarfinu og nú tekur við hörð barátta meðal stjórnarþingmanna um ráðherrastóla. Kallinn vonar innilega að forysta Framsóknarflokksins beri gæfu til þess að velja Hjálmar í ráðherrastól. Hjálmar hefur unnið gríðarlega vel fyrir Suðurnesin frá því hann var kosinn á Alþingi og ekki síður þegar hann var skólameistari. KALLINN TELUR að nokkur ráðherraembætti komi til greina fyrir Hjálmar. Menntamálaráðuneytið myndi henta honum gríðarlega vel því hann hefur mikla reynslu af skólamálum. Iðnaðarráðuneytið myndi líka henta honum mjög vel því hann hefur unnið manna harðast að vetnismálum á Íslandi. Heilbrigðisráðuneytið væri líka kjörið fyrir Hjálmar, því það er erfitt ráðuneyti og Hjálmar kann að takast á við erfið mál.
MEÐ ÞESSUM PISTLI vill Kallinn tjá þá skoðun sína að Hjálmar á svo sannarlega skilið að verða ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Kallinn minnist þess ekki, þrátt fyrir nokkurn aldur, að Suðurnesjamaður hafi nokkurn tíma gengt ráðherraembætti. Nú er komið að Hjálmari, hinum mæta Suðurnesjamanni að setjast í stól ráðherra.
SUÐURNESIN eru stærsti byggðakjarninn í hinu nýja Suðurkjördæmi og Hjálmar hlaut ágætis kosningu. Það yrði algjört klúður hjá forystu flokksins ef Hjálmar verður ekki ráðherra. Halldór Ásgrímsson hefur sýnt skynsemi fram að þessu og Kallinn hefur fulla trú á því að svo verði áfram. Með því að gera Hjálmar að ráðherra er Halldór að stuðla að góðu gengi Framsóknarflokksins á Suðurnesjum í næstu Alþingiskosningum.
HJÁLMAR SEM RÁÐHERRA!
Kveðja,
[email protected]
ALLAR LÍKUR eru á því að núverandi stjórnarflokkar haldi áfram stjórnarsamstarfinu og nú tekur við hörð barátta meðal stjórnarþingmanna um ráðherrastóla. Kallinn vonar innilega að forysta Framsóknarflokksins beri gæfu til þess að velja Hjálmar í ráðherrastól. Hjálmar hefur unnið gríðarlega vel fyrir Suðurnesin frá því hann var kosinn á Alþingi og ekki síður þegar hann var skólameistari. KALLINN TELUR að nokkur ráðherraembætti komi til greina fyrir Hjálmar. Menntamálaráðuneytið myndi henta honum gríðarlega vel því hann hefur mikla reynslu af skólamálum. Iðnaðarráðuneytið myndi líka henta honum mjög vel því hann hefur unnið manna harðast að vetnismálum á Íslandi. Heilbrigðisráðuneytið væri líka kjörið fyrir Hjálmar, því það er erfitt ráðuneyti og Hjálmar kann að takast á við erfið mál.
MEÐ ÞESSUM PISTLI vill Kallinn tjá þá skoðun sína að Hjálmar á svo sannarlega skilið að verða ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Kallinn minnist þess ekki, þrátt fyrir nokkurn aldur, að Suðurnesjamaður hafi nokkurn tíma gengt ráðherraembætti. Nú er komið að Hjálmari, hinum mæta Suðurnesjamanni að setjast í stól ráðherra.
SUÐURNESIN eru stærsti byggðakjarninn í hinu nýja Suðurkjördæmi og Hjálmar hlaut ágætis kosningu. Það yrði algjört klúður hjá forystu flokksins ef Hjálmar verður ekki ráðherra. Halldór Ásgrímsson hefur sýnt skynsemi fram að þessu og Kallinn hefur fulla trú á því að svo verði áfram. Með því að gera Hjálmar að ráðherra er Halldór að stuðla að góðu gengi Framsóknarflokksins á Suðurnesjum í næstu Alþingiskosningum.
HJÁLMAR SEM RÁÐHERRA!
Kveðja,
[email protected]