Hjálmar orðaður við ráðherrastól
Guðjón Ólafur Jónsson varaþingmaður Framsóknarflokksins veltir vöngum yfir væntanlegum ráðherraskiptum í haust í pistli á vefsíðunni hrifla.is og nefnir hann Hjálmar Árnason og Jónínu Bjartmarz sem hugsanlega nýja ráðherra flokksins. Í pistlinum segir Guðjón þrjá möguleika í stöðunni; að Siv Friðleifsdóttir hætti sem umhverfisráðherra þar sem umhverfisráðuneytið flytjist til Sjálfstæðisflokksins; að Siv taki við af öðrum framsóknarráðherra sem myndi hætta og í þriðja lagi nefnir Guðjón að hugsanlega myndu þrír ráðherrar Framsóknarflokksins hætta og nýir tækju við, þ.á.m. Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.