Hjálmar í ráðherrastól
eftir Birgi Þórarinsson
Suðurnesjamenn hafa aldrei átt ráðherra. Svo merkilegt er það nú. Flestir hljóta því að vera sammála mér í því að nú er kominn tími til að Suðurnesin eigi ráðherra í næstu ríkisstjórn. Hjálmar Árnason hefur verið þingmaður okkar Suðurnesjamanna sl. 8 ár. Hann er að mínum dómi einn afkastamesti þingmaðurinn sem við höfum átt. Fjöldi þingmála og þingsályktanna liggur eftir hann, auk fyrirspurna. Þannig hefur Hjálmar flutt 9 lagafrumvörp, 25 þingsályktanir og 62 fyrirspurnir á Alþingi. Of langt mál yrði að telja hér upp alla málaflokkana en þeir spanna nánast öll svið þjóðlífsins. Allt frá því að bæta aga í grunnskólum til vetnisvæðingar Íslands. Hjálmar hefur starfað í fjölmörgum nefndum. Má þar sérstaklega nefna formennsku hans í Iðnaðarnefnd. Það er sú nefnd sem hefur mætt hvað mest á síðustu misseri. Bera þar hæst stóriðjumálin. Stækkun Ísals og Norðuráls og Kárahnjúkavirkjun. Áræðni og kraftur Hjálmars hefur komið berlega í ljós í þessum störfum.
Framsýni Hjálmars og dugnaður er einnig orðin landsmönnum vel kunnug. Fáir höfðu til að mynda trú á þingsályktunartillögu Hjálmars um vetni. Afrakstur þess má nú sjá í fyrstu vetnisstöðinni sem hér hefur risið í heiminum. Undirritaður sat fyrstu alþjóðlegu vetnisráðstefnuna sem haldin var í Reykjavík nú fyrir skömmu. Hjálmar flutti þar erindi sem vakti mikla athygli. Það gladdi Suðurnesjahjartað að sjá hversu þingmaður okkar, Hjálmar Árnason, er vel þekktur meðal virtustu vísindamanna heims og hversu mikillar virðingar hann nýtur þeirra á meðal.
Hjálmar hefur beitt sér ákaft fyrir hagsmuni sinna umbjóðenda. Þannig var það t.d. af frumkvæði hans að Byrgið fékk á sínum tíma aðstöðu í Rockville. Hjálmar er alþýðulegur, traustur og heiðarlegur stjórnmálamaður með stórt hjarta fyrir Suðurnesjunum. Hann hefur verið ákafur talsmaður nýsköpunar í atvinnumálum og áhugi hans á orkumálum er alkunnur. Í samgöngumálum hefur hann einnig látið að sér kveða sem varaformaður samgöngunefndar. Þar hefur hann beitt sér m.a. ötullega fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar, Suðurstrandarvegi og ekki síst Ósabotnavegi.
Fái Framsóknarflokkurinn góða kosningu og þar með brautargengi til þess að vera í næstu ríkisstjórn eru mjög góðar líkur á því að Hjálmar verði eitt af ráðherraefnum flokksins. Hann hefur sýnt það og sannað í störfum sínum. Við Suðurnesjamenn eigum öflugan talsmann okkar, Hjálmar Árnason, á Alþingi. Styðjir þú, ágæti kjósandi, Framsóknarflokkinn í kosningunum nú á laugardaginn, þann 10. maí nk. leggur þú þitt á vogarskálarnar fyrir því að Hjálmar verði öruggur með þingsæti og að Suðurnesin eignist sinn fyrsta ráðherra. Setjum Suðurnesin í fyrsta sæti. Þú kjósandi góður hefur áhrif.
Atkvæði þínu er vel varið í X - B.
Höfundur er varaoddviti Vatnsleysustrandarhrepps og frambjóðandi Framsóknarflokksins
í Suðurkjördæmi.
Suðurnesjamenn hafa aldrei átt ráðherra. Svo merkilegt er það nú. Flestir hljóta því að vera sammála mér í því að nú er kominn tími til að Suðurnesin eigi ráðherra í næstu ríkisstjórn. Hjálmar Árnason hefur verið þingmaður okkar Suðurnesjamanna sl. 8 ár. Hann er að mínum dómi einn afkastamesti þingmaðurinn sem við höfum átt. Fjöldi þingmála og þingsályktanna liggur eftir hann, auk fyrirspurna. Þannig hefur Hjálmar flutt 9 lagafrumvörp, 25 þingsályktanir og 62 fyrirspurnir á Alþingi. Of langt mál yrði að telja hér upp alla málaflokkana en þeir spanna nánast öll svið þjóðlífsins. Allt frá því að bæta aga í grunnskólum til vetnisvæðingar Íslands. Hjálmar hefur starfað í fjölmörgum nefndum. Má þar sérstaklega nefna formennsku hans í Iðnaðarnefnd. Það er sú nefnd sem hefur mætt hvað mest á síðustu misseri. Bera þar hæst stóriðjumálin. Stækkun Ísals og Norðuráls og Kárahnjúkavirkjun. Áræðni og kraftur Hjálmars hefur komið berlega í ljós í þessum störfum.
Framsýni Hjálmars og dugnaður er einnig orðin landsmönnum vel kunnug. Fáir höfðu til að mynda trú á þingsályktunartillögu Hjálmars um vetni. Afrakstur þess má nú sjá í fyrstu vetnisstöðinni sem hér hefur risið í heiminum. Undirritaður sat fyrstu alþjóðlegu vetnisráðstefnuna sem haldin var í Reykjavík nú fyrir skömmu. Hjálmar flutti þar erindi sem vakti mikla athygli. Það gladdi Suðurnesjahjartað að sjá hversu þingmaður okkar, Hjálmar Árnason, er vel þekktur meðal virtustu vísindamanna heims og hversu mikillar virðingar hann nýtur þeirra á meðal.
Hjálmar hefur beitt sér ákaft fyrir hagsmuni sinna umbjóðenda. Þannig var það t.d. af frumkvæði hans að Byrgið fékk á sínum tíma aðstöðu í Rockville. Hjálmar er alþýðulegur, traustur og heiðarlegur stjórnmálamaður með stórt hjarta fyrir Suðurnesjunum. Hann hefur verið ákafur talsmaður nýsköpunar í atvinnumálum og áhugi hans á orkumálum er alkunnur. Í samgöngumálum hefur hann einnig látið að sér kveða sem varaformaður samgöngunefndar. Þar hefur hann beitt sér m.a. ötullega fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar, Suðurstrandarvegi og ekki síst Ósabotnavegi.
Fái Framsóknarflokkurinn góða kosningu og þar með brautargengi til þess að vera í næstu ríkisstjórn eru mjög góðar líkur á því að Hjálmar verði eitt af ráðherraefnum flokksins. Hann hefur sýnt það og sannað í störfum sínum. Við Suðurnesjamenn eigum öflugan talsmann okkar, Hjálmar Árnason, á Alþingi. Styðjir þú, ágæti kjósandi, Framsóknarflokkinn í kosningunum nú á laugardaginn, þann 10. maí nk. leggur þú þitt á vogarskálarnar fyrir því að Hjálmar verði öruggur með þingsæti og að Suðurnesin eignist sinn fyrsta ráðherra. Setjum Suðurnesin í fyrsta sæti. Þú kjósandi góður hefur áhrif.
Atkvæði þínu er vel varið í X - B.
Höfundur er varaoddviti Vatnsleysustrandarhrepps og frambjóðandi Framsóknarflokksins
í Suðurkjördæmi.