Hjálmar formaður þingflokks Framsóknarflokksins
				
				Hjálmar Árnason alþingismaður hefur verið kjörinn formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Hjálmar hefur verið þingmaður flokksins í átta ár, fyrst í Reykjaneskjördæmi og er nú að hefja þriðja kjörtímabil sitt, nú í nýju Suðurkjördæmi.Alþingi verður sett í dag. Á dagskránni í dag er m.a. kosning forseta og varaforseta þingsins en einnig verður kosið í fastanefndir og alþjóðanefndir. Davíð Oddsson forsætisráðherra heldur stefnuræðu sína í kvöld og að því loknu verða umræður um hana fram eftir kvöldi. 
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				