Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Laugardagur 18. janúar 2003 kl. 15:07

Hjálmar fékk 94% atkvæða í annað sæti

Hjálmar Árnason, alþingismaður fékk 94% atkvæða í annað sæti í kjöri framsóknarmanna í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor á kjördæmisþingi sem nú stendur yfir á Selfossi.
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, fékk 97% atkvæða í fyrsta sæti Guðni en var einn í framboði í fyrsta sætið. Ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður hlaut 64,5% atvkæða í 3. sætið en búist hafði verið við spennandi kosningu um þriðja sætið þar sem fimm aðilar sóttust eftir því sæti. Helga Sigrún Harðardóttir verkefnisstjóri úr Reykjanesbæ hlaut næstflest atkvæði í 3. sætið eða 14% atkvæða. Nú stendur yfir kosning um 4. sætið.

Ljósmynd: Guðni Ágústsson, Ísólfur Gylfi Pálmason og Hjálmar Árnason fyrstu þrír menn á list Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í heimsókn hjá Víkurfréttum í vor.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024