Hjálmar Árnason skrifar: Stórframkvæmdir á Suðurnesjum
Full ástæða er til að gleðjast yfir þeim miklu framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á Suðurnesjum. Koma þær sér einkar vel í því dapra atvinnuástandi sem hér hefur verið um skeið. Þessar miklu framkvæmdir fela tvennt í sér. Annars vegar skapa þær bein störf meðan á þeim stendur og má ætla að með margfeldisáhrifum sé um 3-400 störf að ræða. Hins vegar leggja þessi verk grunninn að frekari sókn á Suðurnesjum. Bætur í samgöngum og stækkun FS opna nýjar víddir fyrir svæðið í heild sinni. Hverjar eru þessar framkvæmdir?Tvöföldun Reykjanesbrautar.
Við hátíðlega athöfn í Kúagerði var fyrsta skóflustungan tekin að hinum langþráðu framkvæmdum vegna tvöföldunar á Brautinni. Líklega er það táknrænt að úrhelli var fyrir og eftir sjálfa athöfnina en rétt á meðan stytti upp. Sannarlega ánægjulegt verk. Ekki þarf að fjölyrða um gildi verksins hér – svo vel sem Suðurnesjamenn þekkja til þess. Snertir það fyrst og fremst öryggi vegfarenda en einnig sóknarfæri í atvinnumálum. Má þar nefna ferðaþjónustu, nálægð okkar við aðalmarkað landsins (skiptir máli vegna staðsetningar fyrirtækja) og þá trúi ég að við mat á hagkvæmni þess að flytja innanlandsflug hingað muni tvöföldun Brautarinnar hafa sitt að segja.
Í þingsályktunartillögu samgönguráðherra er gert ráð fyrir því að verkinu ljúki á tímabilinu 2008-2012. Allir þingmenn svæðisins hafa gert athugasemd við þá tímasetningu og munu þrýsta á breytingar. Meginmáli hins vegar skiptir að verkið er viðurkennt og hafið. Með samstöðu allra ætti svo að vera hægt að flýta verkinu frá upphaflegri hugmynd. Tvöföldunin verður að veruleika.
Suðurstrandarvegur.
Með ákvörðun formanna stjórnarflokkanna um aukið fé til samgöngumála náðist mikilvægur sigur því Suðurstrandarvegur reyndist vera þar inni. Í tillögum samgönguráðuneytis var ekki gert ráð fyrir honum fyrr en 2012. Enn hafði samstaða Suðurnesjamanna sitt að segja og ekki spillti fyrir eindreginn stuðningur Sunnlendinga. Hér má segja að verði að veruleika fyrsta sameiginlega verkefni hins nýja Suðurkjördæmis.
Suðurstrandarvegur opnar nýjar víddir í atvinnulífi okkar. Ekki síst munu tækifæri í ferðaþjónustu opnast upp á gátt með tilkomu vegarins og eiga eftir að breyta skipulagi ferðafrömuða til muna. Suðurland og Suðurnes tengjast sem atvinnusvæði og ekki má gleyma öryggisþættinum í ljósi þeirrar staðreyndar að Suðurnes eru eldvirkt svæði.
Ósabotnavegur.
Enn ein skrautfjöður í ferðaflóru svæðisins verður opnun Ósabotnavegar frá Höfnum að Stafnesi. Varnarliðið fyrir sitt leyti hefur fallist á framkvæmdina en hin nýja sorpeyðingarstöð beinlínis kallar á tafarlausar aðgerðir í þessu sambandi. Trú mín er sú að við vegaáætlun næstu fjögurra ára verði Ósabotnavegur í fyrsta sinn samþykktur og ætti að geta orðið að veruleika á næstu tveimur árum. Þar með opnast loks hringakstur um Suðurnesin og á eftir að gjörbylta ferðamálunum hér á svæðinu.
Stækkun FS
Nú liggur fyrir að sveitarfélögin öll á Suðurnesjum hafa samþykkt fyrir sitt leyti samning við ríkið um stækkun FS um heila álmu. Síðasta stækkun átti sér stað fyrir rúmum 10 árum. Þá lýstum við því yfir að sú stækkun mundi duga að óbreyttu í 10 ár, Sú hefur orðið raunin. Skortur á húsnæði hamlar frekari þróun skólans – ekki síst varðandi starfsnámsbrautir, s.s. ýmsar brautir tengdar flugi, bankastörf o.s.frv. Við í bygginganefndinni höfum unnið að undirbúningi málsins síðustu fjögur árin og nú sjáum við að skrifað verði undir samninga innan nokkurra daga. Fljótlega eftir það verður verkið boðið út með svipuðum hætti og síðast þannig að FS verði kominn í glæsilegan búning innan 16 mánaða. Markmiðið á alltaf að vera að bjóða upp á sem besta aðstöðu fyrir námsfólk á svæðinu.
Stjórnsýslubygging á Vellinum.
Með vaxandi umsvifum á Keflavíkurflugvelli hefur störfum þar fjölgað um hundruð á síðustu árum og enn á eftir að fjölga. Aðstaða fólks í löggæslu, tollvarðastörfum, öryggisþjónustu, flugmálastjórn og fleiri er orðin svo slæm að Vinnueftirlitið hefur lokað bráðabirgðaaðstöðunni. Flestir þekkja einnig til hinna gömlu bygginga er hýsa sýslumannsembættið í Grænási. Utanríkisráðherra hefur greint frá því að ríkisstjórnin munu innan skamms bjóða út byggingu stjórnsýsluhúss fyrir embættið. Undirbúningur þess hefur staðið lengi yfir og ný hillir undir framkvæmdir. Þar með skapast verkefni, störf og umfram allt boðleg aðstaða fyrir þann fjölda sem vinnur á vegum embættisins, auk þess sem losnar um rými innan FLE.
Svo sem sjá má af þessum þáttum er sannarlega ástæða til að gleðjast yfir verkum sem eru komin á eða að komast á hér á svæðinu. Þau skapa ákveðinn grunn til frekari sóknar. Samhliða þarf að hefja stórfellt átak í nýsköpun atvinnulífs á Suðurnesjum. Um það verður fjallað í næstu grein.
Hjálmar Árnason,
alþingismaður.
Við hátíðlega athöfn í Kúagerði var fyrsta skóflustungan tekin að hinum langþráðu framkvæmdum vegna tvöföldunar á Brautinni. Líklega er það táknrænt að úrhelli var fyrir og eftir sjálfa athöfnina en rétt á meðan stytti upp. Sannarlega ánægjulegt verk. Ekki þarf að fjölyrða um gildi verksins hér – svo vel sem Suðurnesjamenn þekkja til þess. Snertir það fyrst og fremst öryggi vegfarenda en einnig sóknarfæri í atvinnumálum. Má þar nefna ferðaþjónustu, nálægð okkar við aðalmarkað landsins (skiptir máli vegna staðsetningar fyrirtækja) og þá trúi ég að við mat á hagkvæmni þess að flytja innanlandsflug hingað muni tvöföldun Brautarinnar hafa sitt að segja.
Í þingsályktunartillögu samgönguráðherra er gert ráð fyrir því að verkinu ljúki á tímabilinu 2008-2012. Allir þingmenn svæðisins hafa gert athugasemd við þá tímasetningu og munu þrýsta á breytingar. Meginmáli hins vegar skiptir að verkið er viðurkennt og hafið. Með samstöðu allra ætti svo að vera hægt að flýta verkinu frá upphaflegri hugmynd. Tvöföldunin verður að veruleika.
Suðurstrandarvegur.
Með ákvörðun formanna stjórnarflokkanna um aukið fé til samgöngumála náðist mikilvægur sigur því Suðurstrandarvegur reyndist vera þar inni. Í tillögum samgönguráðuneytis var ekki gert ráð fyrir honum fyrr en 2012. Enn hafði samstaða Suðurnesjamanna sitt að segja og ekki spillti fyrir eindreginn stuðningur Sunnlendinga. Hér má segja að verði að veruleika fyrsta sameiginlega verkefni hins nýja Suðurkjördæmis.
Suðurstrandarvegur opnar nýjar víddir í atvinnulífi okkar. Ekki síst munu tækifæri í ferðaþjónustu opnast upp á gátt með tilkomu vegarins og eiga eftir að breyta skipulagi ferðafrömuða til muna. Suðurland og Suðurnes tengjast sem atvinnusvæði og ekki má gleyma öryggisþættinum í ljósi þeirrar staðreyndar að Suðurnes eru eldvirkt svæði.
Ósabotnavegur.
Enn ein skrautfjöður í ferðaflóru svæðisins verður opnun Ósabotnavegar frá Höfnum að Stafnesi. Varnarliðið fyrir sitt leyti hefur fallist á framkvæmdina en hin nýja sorpeyðingarstöð beinlínis kallar á tafarlausar aðgerðir í þessu sambandi. Trú mín er sú að við vegaáætlun næstu fjögurra ára verði Ósabotnavegur í fyrsta sinn samþykktur og ætti að geta orðið að veruleika á næstu tveimur árum. Þar með opnast loks hringakstur um Suðurnesin og á eftir að gjörbylta ferðamálunum hér á svæðinu.
Stækkun FS
Nú liggur fyrir að sveitarfélögin öll á Suðurnesjum hafa samþykkt fyrir sitt leyti samning við ríkið um stækkun FS um heila álmu. Síðasta stækkun átti sér stað fyrir rúmum 10 árum. Þá lýstum við því yfir að sú stækkun mundi duga að óbreyttu í 10 ár, Sú hefur orðið raunin. Skortur á húsnæði hamlar frekari þróun skólans – ekki síst varðandi starfsnámsbrautir, s.s. ýmsar brautir tengdar flugi, bankastörf o.s.frv. Við í bygginganefndinni höfum unnið að undirbúningi málsins síðustu fjögur árin og nú sjáum við að skrifað verði undir samninga innan nokkurra daga. Fljótlega eftir það verður verkið boðið út með svipuðum hætti og síðast þannig að FS verði kominn í glæsilegan búning innan 16 mánaða. Markmiðið á alltaf að vera að bjóða upp á sem besta aðstöðu fyrir námsfólk á svæðinu.
Stjórnsýslubygging á Vellinum.
Með vaxandi umsvifum á Keflavíkurflugvelli hefur störfum þar fjölgað um hundruð á síðustu árum og enn á eftir að fjölga. Aðstaða fólks í löggæslu, tollvarðastörfum, öryggisþjónustu, flugmálastjórn og fleiri er orðin svo slæm að Vinnueftirlitið hefur lokað bráðabirgðaaðstöðunni. Flestir þekkja einnig til hinna gömlu bygginga er hýsa sýslumannsembættið í Grænási. Utanríkisráðherra hefur greint frá því að ríkisstjórnin munu innan skamms bjóða út byggingu stjórnsýsluhúss fyrir embættið. Undirbúningur þess hefur staðið lengi yfir og ný hillir undir framkvæmdir. Þar með skapast verkefni, störf og umfram allt boðleg aðstaða fyrir þann fjölda sem vinnur á vegum embættisins, auk þess sem losnar um rými innan FLE.
Svo sem sjá má af þessum þáttum er sannarlega ástæða til að gleðjast yfir verkum sem eru komin á eða að komast á hér á svæðinu. Þau skapa ákveðinn grunn til frekari sóknar. Samhliða þarf að hefja stórfellt átak í nýsköpun atvinnulífs á Suðurnesjum. Um það verður fjallað í næstu grein.
Hjálmar Árnason,
alþingismaður.