Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Hjálmanotkun og umferðin
  • Hjálmanotkun og umferðin
Laugardagur 10. maí 2014 kl. 17:27

Hjálmanotkun og umferðin

– Sigvaldi Arnar Lárusson skrifar

Nú þegar sumarið er komið þá fara börnin á stjá á reiðhjólum, hjólabrettum, hlaupahjólum og blessuðum vespunum. 
 
Því miður er það þannig að allt of fáir eru að nota hjálma á þessum fararækjum.
 
Þó að börnin ykkar séu ekki á mikilli ferð á hjólunum og þau fari varlega og allt það þá er það bíllinn sem gæti hugsanlega ekið á barnið þitt sem er það hættulega. Bifreiðinni er kannski ekið á 50-60 km hraða og höggið sem myndast við slíkan árekstur er lífshættulegt fyrir barnið, þó að það hafi bara ætlað sér að hjóla varlega, bara vera á gangstéttinni og fara hægt. Bifreiðin vegur allt að nokkrum tonnum.
 
Foreldrar verða að átta sig á því hvað getur gerst við slíkan árekstur, ég veit það því miður sjálfur og hef því miður komið oftar en einu sinni að ljótum slysum þar sem hjálmur hefði getað bjargað öllu. Sem betur fer hef ég líka komið að slysum þar sem hjálmurinn bjargaði öllu.
 
Við foreldrar viljum ekki að börnin okkar verði bundin við hjólastól eða með alvarlegan heilaskaða, við viljum ekki að börnin okkar upplifi hræðilegan sársauka eða þaðan af verra. Sérstaklega ekki ef við hefðum getað komið í veg fyrir það með því einu að kenna barninu að nota hjálm.
 
Ábyrgðin er hjá okkur foreldrunum.
 
Með sumarkveðju,
Sigvaldi Arnar Lárusson, lögreglumaður og foreldri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024