Herinn tilkynnir einhliða samdrátt í vörnum landsins
Íslensk stjórnvöld fengu í gær frekar óskemmtilega tilkynningu frá bandarískum stjórnvöldum. Framkoma stjórnarinnar í Washington gagnvart okkur er vægast sagt einkennileg. Aðstoðarráðherra hringir í utanríkisráðherra okkar til að tilkynna þetta. Greinilegt er að stjórnin í Washington metur ekki mikils samband sitt við okkur Íslendinga. Einhliða skilboð um brotthvarf varnarliðsins án samráðs við okkur hlýtur að kalla á sterk viðbrögð frá Ríkisstjórn Íslands gagnvart stjórninni í Washington. Bandaríkjamenn virðast vera búnir að gleyma að samningurinn frá 1951 er tvíhliða samningur um varnir Íslands.
Varnarlaus getum við ekki verið
Öllum má vera ljóst að varnarlaus getur íslensk þjóð ekki verið. Varnir Íslands þarf að tryggja. Við verðum við að leggja traust okkar á ríkisstjórnina í þeim efnum. Við hljótum að þurfa einhverskonar varnir eða viðbúnað komi til ófriðar eða við stöndum frammi fyrir áður óþekktri vá.
Lengi hefur staðið til af hálfu bandaríkjamanna að draga úr starfsemi sinni á Keflavíkurvelli og hafa Íslendingar lýst sig reiðubúna til að taka við auknum verkefnum á Keflavíkurflugvelli. Ekkert stendur í vegi fyrir því að Íslendingar taki yfir rekstur flugbrautanna og taki við öllum kostnaði sem því fylgir, þá erum við tilbúnir til að taka við rekstri þyrlusveitanna. Hvernig vörnum landsins verður háttað í framtíðinni er því í uppnámi eins og stendur, en við trúum því, að með samstilltu átaki allra aðila verði hægt að leysa þetta verkefni með skjótum og öruggum hætti.
Viðbrögð forstæisráðherra og ný tækifæri
Eftir er að koma í ljós hver viðbrögð okkar verða, en íslenskir starfsmenn hjá Varnarliðinu hljóta að ganga beint til starfa við þau verkefni og varnir sem koma til og því hljóta að skapast mörg ný tækifæri. Öryggi og eftirlit með íslenskri lofthelgi skiptir miklu máli fyrir fleiri en Íslendinga en segja má að Ísland sé miðstöð flugsamgangna milli Evrópu og Bandaríkjanna. Af þessu má vera ljóst að stjórnvöld þurfa að vinna hratt og vel því mikið er í húfi. Forsætisráðherra hafði samband við mig og tjáði mér að svo væri og að nú væri allt kapp lagt á aðgerðir til að bregðast við þessum tíðindum. Forsætisráðherra fullvissaði mig um það að náið samstarf yrði með okkur heimamönnum og að boðað yrði til samráðsfundar strax í næstu viku.
Ný tækifæri
Þá er mikilvægt að eftirlit með íslenskri landhelgi og lofthelgi sé öflug og í traustum höndum. Ekki er óeðlilegt að miðstöð alls björgunarstarfs, sem og eftirlit með landhelgi og lofthelginni verði fært til Keflavíkurflugvallar. Lengi hefur verið barist fyrir því að miðstöð innanlandsflugs flytjist til Keflavíkurflugvallar. Margsinnis hefur Hjálmar Árnason lagt það til að starfsemi landhelgisgæslunar flytjist til Suðurnesja. Þá tel ég rétt að flytja Flugmálastjórn Íslands einnig til Keflavíkurflugvallar.
Eysteinn Jónsson
Skipar 2. sæti á A-listanum og er oddviti Framsóknarmanna í Reykjanesbæ
Varnarlaus getum við ekki verið
Öllum má vera ljóst að varnarlaus getur íslensk þjóð ekki verið. Varnir Íslands þarf að tryggja. Við verðum við að leggja traust okkar á ríkisstjórnina í þeim efnum. Við hljótum að þurfa einhverskonar varnir eða viðbúnað komi til ófriðar eða við stöndum frammi fyrir áður óþekktri vá.
Lengi hefur staðið til af hálfu bandaríkjamanna að draga úr starfsemi sinni á Keflavíkurvelli og hafa Íslendingar lýst sig reiðubúna til að taka við auknum verkefnum á Keflavíkurflugvelli. Ekkert stendur í vegi fyrir því að Íslendingar taki yfir rekstur flugbrautanna og taki við öllum kostnaði sem því fylgir, þá erum við tilbúnir til að taka við rekstri þyrlusveitanna. Hvernig vörnum landsins verður háttað í framtíðinni er því í uppnámi eins og stendur, en við trúum því, að með samstilltu átaki allra aðila verði hægt að leysa þetta verkefni með skjótum og öruggum hætti.
Viðbrögð forstæisráðherra og ný tækifæri
Eftir er að koma í ljós hver viðbrögð okkar verða, en íslenskir starfsmenn hjá Varnarliðinu hljóta að ganga beint til starfa við þau verkefni og varnir sem koma til og því hljóta að skapast mörg ný tækifæri. Öryggi og eftirlit með íslenskri lofthelgi skiptir miklu máli fyrir fleiri en Íslendinga en segja má að Ísland sé miðstöð flugsamgangna milli Evrópu og Bandaríkjanna. Af þessu má vera ljóst að stjórnvöld þurfa að vinna hratt og vel því mikið er í húfi. Forsætisráðherra hafði samband við mig og tjáði mér að svo væri og að nú væri allt kapp lagt á aðgerðir til að bregðast við þessum tíðindum. Forsætisráðherra fullvissaði mig um það að náið samstarf yrði með okkur heimamönnum og að boðað yrði til samráðsfundar strax í næstu viku.
Ný tækifæri
Þá er mikilvægt að eftirlit með íslenskri landhelgi og lofthelgi sé öflug og í traustum höndum. Ekki er óeðlilegt að miðstöð alls björgunarstarfs, sem og eftirlit með landhelgi og lofthelginni verði fært til Keflavíkurflugvallar. Lengi hefur verið barist fyrir því að miðstöð innanlandsflugs flytjist til Keflavíkurflugvallar. Margsinnis hefur Hjálmar Árnason lagt það til að starfsemi landhelgisgæslunar flytjist til Suðurnesja. Þá tel ég rétt að flytja Flugmálastjórn Íslands einnig til Keflavíkurflugvallar.
Eysteinn Jónsson
Skipar 2. sæti á A-listanum og er oddviti Framsóknarmanna í Reykjanesbæ