Hendum ekki verðmætum
Notuðum frímerkjum safnað til hjálparstarfs
Samband íslenskra kristniboðsfélaga í samstarfi við Póstinn, hefur nú hafið söfnun á notuðum frímerkjum. Heiti verkefnis er: Hendum ekki verðmætum!
Söfnunin stendur til 31. janúar 2016 og er tekið við frímerkjum og umslögum á pósthúsum um land allt. Skorað er á einstaklinga og fyrirtæki að skila notuðum frímerkjum í safnkassa sem eru á öllum pósthúsum. Æskilegt er að fá frímerkin á umslögum en einnig er tekið við stökum frímerkjum. Allur ágóði verður notaður í þróunarstarf á sviði menntunar barna, unglinga og fullorðinna í Eþíópíu og Keníu.
Frímerkjum er einnig veitt móttaka allan ársins hring í Basarnum, nytjamarkaði Kristniboðssambandsins í Austurveri, Háaleitisbraut 68 og í Litla húsinu, Glerárgötu 1, Akureyri.
Á árinu 2015 skilaði frímerkjasöfnun Kristniboðssambandsins um 3,6 milljónum króna. Þeir fjármunir voru m.a. notaði til að byggja framhaldsskóla í Pókot í Keníu, styðja fátæk börn í Addis Abeba, höfuðborg Eþíópíu og kenna fullorðnum að lesa í Suður-Eþíópíu.
Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á www.sik.is