Helga Sigrún hreppir 3. sætið
Helga Sigrún Harðardóttir frá Reykjanesbæ var valin til að skipa 3. sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Þetta var ákveðið á stormasömu kjördæmisþingi á Selfossi í dag, en kjörstjórn stakk upp á því að Helga Sigrún, sem er skrifstofustjóri flokksins, tæki sætið sem Hjálmar Árnason hafnaði eftir prófkjörið. Eygló Harðardóttir, sem lenti í 4. sæti í prófkjörinu, hafði lýst yfir að henni þætti slíkt fyrirkomulag óeðlilegt og var borin upp tillaga á þinginu um að hún tæki 3. sætið.
Sú tillaga var felld og 3. sætið var Helgu Sigrúnar. Að því er heimildir Víkurfrétta herma mun Eygló engu að síður þiggja 4. sætið.