Heitar umræður á fundi með VG á Flughóteli
Margt var um manninn og heitar umræður á opnum fundi á Flughóteli á þriðjudag þegar frambjóðendur Vinstri grænna sátu fyrir svörum gesta. Farið var um víðan völl og málefni svæðisins sem og önnur mál tekin fyrir. Frambjóðendum var tíðrætt um heiðarleika og hvers konar gildismat við Íslendingar viljum hafa í hávegum. Umræður voru líflegar og gestir ófeimnir við að spyrja erfiðra spurninga og deila á íslensk stjórnmál. Að fundi loknum spjölluðu gestir og frambjóðendur áfram saman með óformlegum hætti, segir í frétt frá VG.