Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Heimsækja alla 78 ára í Reykjanesbæ
Föstudagur 16. mars 2012 kl. 08:17

Heimsækja alla 78 ára í Reykjanesbæ

Undanfarin ár hefur Kvennasveitin Dagbjörg, sem er slysavarnadeild innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar, farið í heimsóknir til eldri borgara Reykjanesbæjar sem verða 78 ára á árinu.

Tilgangurinn er að fara yfir þau atriði á heimilum sem gera þau öruggari og koma í veg fyrir slys.

Samkvæmt tölum úr skýrslum landlæknis eru heima- og frítímaslys algengustu slysin og fjölgar þeim stöðugt. Þegar lesið er úr skoðanakönnunum kemur í ljós að flestir vilja búa á heimilum sínum eins lengi og kostur er. Því finnst okkur sorglegt ef að slys á heimilum og nánasta umhverfi, sem auðvelt er að koma í veg fyrir, veldur því að fólk þarf að fara á sjúkrahús og dvelja þar í lengri tíma ef hægt er að koma í veg fyrir það með því að huga að slysavörnum heima.

Við munum vera á ferðinni laugardaginn 17. mars milli kl. 11:00 og 15:00 og þætti okkur mjög vænt um ef að þú vildir bjóða okkur inn til þín og fara yfir gátlista um öryggi á heimilum með okkur, ræða um slysavarnir og örugg efri ár.

Kvennasveitin Dagbjörg


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024