Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Heimir: Stjórnmálastefna samþykkt
Mánudagur 12. mars 2007 kl. 12:34

Heimir: Stjórnmálastefna samþykkt

Á nýafstöðnu málefnaþingi Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, var ný stjórnmálastefna félagsins samþykkt fyrir komandi alþingiskosningar. Heimir ályktar þar m.a. um eftirfarandi.

Efnahagsmál

- Heimir fagnar skattalækkunum á kjörtímabilinu sem er að líða og leggur til að gengið verði enn lengra á næsta kjörtímabili, svo sem með hækkun persónuafsláttar samhliða lækkun tekjuskattshlutfalls.
- Heimir telur að stimpilgjöld séu löngu úrelt fyrirbæri sem ber að leggja af hið fyrsta. Heimir telur ólíklegt að afnám gjaldanna hafi þensluhvetjandi áhrif.


Stjórnsýsla

- Heimir vill að ráðuneytum verði fækkað úr þrettán í átta; Forsætisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti, Menntamálaráðuneyti, Dómsmálaráðuneyti  Utanríkisráðuneyti, Umhverfis- og samgöngumálaráðuneyti, Heilbrigðis- og  félagsmálaráðuneyti, Atvinnumálaráðuneyti.

Menntamál

- Heimir fagnar áhuga einkaaðila að uppbyggingu háskóla á Keflavíkurflugvelli.
- Heimir bendir á að nú þegar er þörf á öðrum fjölbrautaskóla á Suðurnesjum. Heimir vill verkmenntaskóla strax á næsta kjörtímabili.
- Heimir telur tímabært að Lánasjóður íslenskra námsmanna hækki hámarksútlán og afnemi alla skerðingu vegna tekna lántaka strax. Einnig þarf að endurskoða viðmið sjóðsins um hámarkslán og taka betur mið af aðstæðum lántaka og þeim námsbrautum sem þeir velja með hliðsjón af öðrum kostnaði en beinni framfærslu.

Stjórnmálastefnu Heimis má finna í heild sinni á heimasíðu félagsins www.homer.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024