Heimir stendur að stjórnmálaskóla
Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, mun standa að Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins dagana 14. – 30. mars n.k. Skólinn er opinn öllum sjálfstæðismönnum á öllum aldri.
Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins hefur verið fastur liður í starfsemi flokksins um árabil og notið mikilla vinsælda. Að þessu sinni verður skólinn staðsettur í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík að Hólagötu 15 í Reykjanesbæ. Kostnaður er í lágmarki, eða 2.000 krónur, en frítt fyrir fólk yngra en 25 ára.
Nánar um Stjórnmálaskólann á www.homer.is