Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Heimir ályktar v. aðgerða til að lækka matarverð
Mánudagur 5. febrúar 2007 kl. 14:01

Heimir ályktar v. aðgerða til að lækka matarverð

Stjórn Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, fagnar aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að stuðla að lækkun matvælaverðs á Íslandi. Með lækkun virðisaukaskatts á matvælum, veitingaþjónustu og hótelgistingu sem og lækkun tolla á innflutt matvæli og afnám vörugjalda að mestu veita stjórnvöld svigrúm til lækkunar á umræddri vöru og þjónustu. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir heildsala og smásala til að lækka vöruverð.


Um leið hvetur Heimir hinn almenna neytenda að vera á varðbergi fyrir öllum verðlagsbreytingum, bæði fyrir og eftir lækkun, til að tryggja að lækkunin skili sér til neytenda.


Stjórn Heimis þrýstir einnig á stjórnvöld til að ganga enn lengra og afnema tolla og vörugjöld með öllu, enda eigi stjórnvöld ekki að nota skatta og gjöld sem stjórntæki til neyslustýringar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024