Heimasíður barna – nýtt form eineltis
Með þessari grein minni vil ég koma á framfæri við foreldra yngri barna hve nauðsynlegt er að þau kynni sér netnotkun barna sinna bæði með tilliti til heimasíðna og efnisvals.
Tölvur eru í dag eitt af mikilvægustu hjálpartækjum í skólagöngu nemanda en þær bjóða uppá fjölmörg tækifæri til betri menntunnar og bættra efnistaka. Um leið fylgja þessari nýju tækni miklar hættur ef ekki er fylgst reglulega með notkun þeirra og þá sérstaklega óheftu aðgengi yngri barna að netinu og því efni sem þar er að finna.
Eitt af þeim tækifærum sem internetið býður upp á í dag er gerð heimasíðna á auðveldan hátt og færist það stöðugt í vöxt að börn á aldrinum 7 til 12 ára eigi sína eigin síðu t.d. undir léninu www.folk.is svo dæmi sé tekið. Á heimasíðum sínum geta börnin t.d. sett inn upplýsingar um sig, fjölskyldu og vini ásamt myndum og öðru skemmilegu efni. Hins vegar hefur borið á því að börnin nýti sér þennan vettvang til að gefa öðrum börnum umsögn þ.e. skrifa opinberlega um afstöðu sína til vina og barna á þeirra aldri. Er þessi háttur mjög algengur enda býður stöðluð uppsetning á þessum sértilgerðu heimasíðum upp á valmöguleika sbr. “vinir og vandamenn” sem í sjálfu sér hljómar jákvætt og vinarlega við fyrstu sýn. Oftar en ekki má finna í þessari upptalningu jákvæð ummæli um besta vin eða vinkonu viðkomandi en svo er því miður ekki alltaf farið og geta stundarbrigði kallað á neikvæða umfjöllun og þarf ekki að tíunda hér hversu alvarlegt og viðkvæmt það getur verið fyrir þá sem um er skrifað enda ummælin sögð á miðli sem allir geta skoðað og lesið.
Segja má að slíkar heimasíður séu í raun dagbækur nútímans en munurinn er að þessi skrif eru öllum opin og geta birst sem niðurstaða eða ákveðinn dómur yfir þeim sem skrifað er um.
Þannig geta saklaus skrif á heimasíðu, um vini og kunningja, auðveldlega snúist upp í andhverfu sína enda gera börn sér enga grein fyrir hættunni sem þarna leynist. Þau hafa ekki þann þroska sem þarf til að skilja þann skaða sem þau geta valdið með skrifum sínum. Ummælum sem til lengri tíma litið gæti flokkast undir andlegt ofbeldi eða einelti.
Látum þessi viðvörunarorð verða okkur foreldrum áminning um hve mikilvægt er að leiðbeina börnum okkar og kenna þeim að umgangast netið með skilningi á kostum þess og göllum. Kenna þeim að bera virðingu fyrir öðrum þannig að þau nýti sér ekki þennan mikilvæga miðil til að fá útrás fyrir eigin tilfinningum. Tilfinningum sem stundum lúta að gremju og vonbrigði í garð vina og kunningja. Ekkert foreldri óskar barni sínu neikvæðrar umfjöllunnar á fjölsóttum netsíðum. Við foreldrar erum öll ábyrg fyrir okkar börnum og ber skylda til að vernda þau eftir bestu getu. Stöndum vörð um hamingju barnanna okkar.
Hildur Sigurðardóttir leikskólakennari.
Tölvur eru í dag eitt af mikilvægustu hjálpartækjum í skólagöngu nemanda en þær bjóða uppá fjölmörg tækifæri til betri menntunnar og bættra efnistaka. Um leið fylgja þessari nýju tækni miklar hættur ef ekki er fylgst reglulega með notkun þeirra og þá sérstaklega óheftu aðgengi yngri barna að netinu og því efni sem þar er að finna.
Eitt af þeim tækifærum sem internetið býður upp á í dag er gerð heimasíðna á auðveldan hátt og færist það stöðugt í vöxt að börn á aldrinum 7 til 12 ára eigi sína eigin síðu t.d. undir léninu www.folk.is svo dæmi sé tekið. Á heimasíðum sínum geta börnin t.d. sett inn upplýsingar um sig, fjölskyldu og vini ásamt myndum og öðru skemmilegu efni. Hins vegar hefur borið á því að börnin nýti sér þennan vettvang til að gefa öðrum börnum umsögn þ.e. skrifa opinberlega um afstöðu sína til vina og barna á þeirra aldri. Er þessi háttur mjög algengur enda býður stöðluð uppsetning á þessum sértilgerðu heimasíðum upp á valmöguleika sbr. “vinir og vandamenn” sem í sjálfu sér hljómar jákvætt og vinarlega við fyrstu sýn. Oftar en ekki má finna í þessari upptalningu jákvæð ummæli um besta vin eða vinkonu viðkomandi en svo er því miður ekki alltaf farið og geta stundarbrigði kallað á neikvæða umfjöllun og þarf ekki að tíunda hér hversu alvarlegt og viðkvæmt það getur verið fyrir þá sem um er skrifað enda ummælin sögð á miðli sem allir geta skoðað og lesið.
Segja má að slíkar heimasíður séu í raun dagbækur nútímans en munurinn er að þessi skrif eru öllum opin og geta birst sem niðurstaða eða ákveðinn dómur yfir þeim sem skrifað er um.
Þannig geta saklaus skrif á heimasíðu, um vini og kunningja, auðveldlega snúist upp í andhverfu sína enda gera börn sér enga grein fyrir hættunni sem þarna leynist. Þau hafa ekki þann þroska sem þarf til að skilja þann skaða sem þau geta valdið með skrifum sínum. Ummælum sem til lengri tíma litið gæti flokkast undir andlegt ofbeldi eða einelti.
Látum þessi viðvörunarorð verða okkur foreldrum áminning um hve mikilvægt er að leiðbeina börnum okkar og kenna þeim að umgangast netið með skilningi á kostum þess og göllum. Kenna þeim að bera virðingu fyrir öðrum þannig að þau nýti sér ekki þennan mikilvæga miðil til að fá útrás fyrir eigin tilfinningum. Tilfinningum sem stundum lúta að gremju og vonbrigði í garð vina og kunningja. Ekkert foreldri óskar barni sínu neikvæðrar umfjöllunnar á fjölsóttum netsíðum. Við foreldrar erum öll ábyrg fyrir okkar börnum og ber skylda til að vernda þau eftir bestu getu. Stöndum vörð um hamingju barnanna okkar.
Hildur Sigurðardóttir leikskólakennari.