Heimamenn greiða víðar lægra verð
Í kjölfar aðsendrar greinar hér á vf.is í dag um mismunandi aðgangsverð í Bláa lónið fengum við senda meðfylgjandi athugasemd frá lesanda:
„Það er ekkert óþekkt dæmi að heimamenn þurfi að greiða lægra verð. Til dæmis í LORO PARK á Tenerife (sem er eyja sem tilheyrir Spáni) sem er innan Evrópusambandsins, þar er annað gjald fyrir íbúa eyjarinnar en það er tekið fram á töflu um aðgangseyri.
http://www.loroparque.com/ComprarEntradas.asp
Eins var með flugfélagið á Tenerife. Þar var annað gjald fyrir heimamenn ef þú flaugst á milli eyja.“
Þessu er hér með komið á framfæri.