Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Heima er þar sem hjartað slær
  • Heima er þar sem hjartað slær
Fimmtudagur 1. maí 2014 kl. 12:00

Heima er þar sem hjartað slær

Magnea Lynn Fisher skrifar.

Öll börn eiga að njóta sömu  tækifæra. Það er miserfitt hjá fólki og margir búa við bág kjör. Sumir eiga ekki fyrir mat og hvað þá reikningum. Sumir eru að missa heimili sín og bílana sína. Margt fólk er að berjast fyrir lífi sínu og barnanna og er að reyna að finna lausnir sinna mála alla daga.

Eitt íþróttagjald á hverja fjölskyldu
En hvað með börnin okkar? Stétt og staða foreldra á ekki að skipta máli þegar kemur að velferð barna. Börn eiga að fá að vera jafningjar og eiga ekki að þurfa að líða fyrir heimilisaðstæður.  Við í Framsókn teljum til dæmis að það myndi hjálpa mörgum fjölskyldum og börnum ef eitt íþróttagjald væri sett á hverja fjölskyldu og börnin mættu þá æfa þá íþrótt sem hentar þeim. Nú er staðan sú að mikill munur er á kostnaði á milli íþróttagreina. Það útilokar sum börn frá því sem þau hafa mestan áhuga á. Þessu getum við breytt.

Aðstoð við heimanám
Annað sem skiptir miklu máli til að jafna aðstöðumun barna og auka lífsgæði einstaklinga í bænum er að samræma betur skóla og tómstundastarf. Með aukinni samræmingu á almenningssamgöngum og frístundastarfi ætti skutl eftir skóla að minnka og það er svo sannarlega eitthvað sem myndi skipta fólk máli.

Börn búa við mjög mismunandi aðstæður heima fyrir og því finnst okkur hjá Framsókn mikilvægt að boðið verði upp á aðstoð í öllum skólum við að ljúka heimanámi og að foreldrar greiði skóla eitt fast gjald fyrir bækur og ritföng. Við stefnum einnig að því að samræma skóladagatal á milli hverfa og auka sveigjanleika í opnunartíma leikskóla.

Heima er þar sem hjartað slær. Hjálpumst að því að gera bæinn okkar að betra heimili og aukum öryggi og vellíðan barnanna okkar. Hér eiga allir að búa við jafnrétti og það er verk okkar allra að hlúa að þeim sem minna mega sín.

Magnea Lynn Fisher,
sálfræðinemi og í 8. sæti á lista Framsóknar í Reykjanesbæ.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024