Heilsuvika í Reykjanesbæ - þakkir
Við þökkum góða þátttöku og mikinn áhuga bæjarbúa á átakinu.
Allar stofnanir bæjarins auk fjölda fyrirtækja og stofnana tóku þátt í Heilsuviku í Reykjanesbæ sem haldin var í fyrsta sinn dagana 6. – 12. október.
Skólamatur og Matarlyst sáu um að allir borðuðu hollt og gott. Boðið var upp fjölbreytta dagskrá þar sem allir gátu fundið eitthvað við hæfi og má þar nefna heilsufarsmælingar, fyrirlestraa, skokk, fitumælingar og ráðleggingar um rétt matarræði. Einnig var boðið upp á námskeið, gönguferðir, danskennslu, Rope yoga, brenniboltamót og stafagöngu auk þess sem Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag bauð öllum frítt á æfingar í heilsuvikunni.
Það er ávallt mikilvægt að sunda hreyfingu og huga að heilsunni. Það á ekki síst við á erfiðum tímum líkt og þeim sem nú fara í hönd í íslensku efnahagslífi en þá er einmitt mikilvægt að hlú að því sem mikilvægast er þ.e. heilsunni og fjölskyldunni.
Við þökkum ykkur öllum þátttökuna og vonum að Heilsuvíka í Reykjanesbæ sé komin til að vera.
Guðrún Þorsteinsdóttir
Starfsþróunarstjóri Reykjanesbæjar