Heilsuverndarmóttaka á HSS í heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ
Í tilefni heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar býður Heilbrigðisstofnun Suðurnesja íbúum að koma í blóðþrýstings-og blóðsykursmælingar þeim að kostnaðarlausu. Einnig veita hjúkrunarfræðingar almennar ráðleggingar varðandi heilbrigði og hreyfingu.
Móttakan er opin mánudaginn 27. september kl 13-15, þriðjudaginn 28. september kl 08:30-10:30, miðvikudaginn 29. september kl 08:30-10:30, fimmtudaginn 30.september kl 13-15 og föstudaginn 1. október kl 13-15.
Við hvetjum alla til að vera einstaklega virkir að efla eigið heilbrigði, ekki aðeins þessa vikuna heldur geri breytingar til frambúðar. Við vonumst til að sjá sem flesta. Verið velkomin.
Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslusviði, HSS.