Heilsusamlegt uppeldi leikskólabarna kynnt á fimmtudagskvöld
Kæru foreldrar og forráðamenn leikskólabarna í Reykjanesbæ.
Foreldrafélög leikskóla Reykjanesbæjar hafa tekið höndum saman og fengið Þrúði Gunnarsdóttur til að halda fyrirlestur fimmtudagskvöldið 5. febrúar kl. 20:00 í Kirkjulundi.
Þrúður Gunnarsdóttir er á vegum Þekkingarmiðlunar en sérfræðingar Þekkingarmiðlunar hafa mikla reynslu af námskeiða- og fyrirlestrahaldi bæði hérlendis og erlendis. Efni fyrirlestursins er heilsusamlegt uppeldi og á vefsíðunni www.thekkingarmidlun.is má finna nánari upplýsingar um efnið. Þar segir m.a.:
„Foreldrar, kennarar og aðrir sem vinna með börnum eru í frábærri stöðu til að hafa áhrif á hvernig lífsstíl börn tileinka sér. Reglur, skilmálar, samskipti, mötuneyti, nestistímar, skólastofan, heimilið og óteljandi aðrir hlutir. Alla þessa þætti má nýta til góðs. Fyrirlesturinn/námskeiðið er sérsniðið fyrir starfsfólk skóla/leikskóla, foreldra og/eða aðra sem vinna með börnum. Fjallað er um hvaða leiðir hægt er að fara til að ýta undir og auka líkur á að börn þrói með sér heilsusamlegan lífsstíl til framtíðar.“
Fyrirlesturinn hefst 20:00 þannig að það er gott að mæta tímanlega.
Sjáumst hress og heitt á könnunni!