Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Heilsuhornið: Hvað eru Chia fræ?
Mánudagur 12. mars 2012 kl. 11:23

Heilsuhornið: Hvað eru Chia fræ?

Nýjar fæðutegundir skjóta reglulega upp kollinum og geta glætt nýju lífi í mataræði okkar sem stundum getur orðið einhæft og fast í viðjum vanans. Okkur hættir nefnilega til að henda alltaf því sama ofan í matarkörfuna en það getur verið gott að fara út fyrir þægindahringinn sinn og prófa eitthvað nýtt og gera mataræði okkar áhugavert og spennandi!

Chia fræin koma frá plöntunni Salvia hispanica og vaxa aðallega í Suður-Mexíkó. Chia fræin innihalda hátt hlutfall af omega 3 fitusýrum, ásamt flóknum kolvetnum og próteini, andoxunarefnum, B vítamínum, kalki, fosfór, magnesíum, sínki og járni. Þau innihalda einnig mikið magn vatnsleysanlegra trefja sem eru mikilvægar fyrir góða meltingu og þyngdarstjórnun. Ef maður leggur chia fræin í bleyti í vökva í nokkrar mínútur þá belgjast þau út og verða að mjúku hlaupkenndu geli sem hefur græðandi og mýkjandi áhrif á meltingarveginn. Chia fræin eru sannkölluð orkufæða og skemmtileg viðbót í daglegt mataræði sem graut, út á salat, út í jógúrt, í bakstur, sem eftirréttur og í ávaxtahristinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Chia grautur

2 msk chia fræ
2 msk goji ber
1 msk kakónibs eða kasjúhnetur
2 b möndlumjólk eða rísmjólk (eða vatn)
1 b frosin bláber/bananabitar/epli
Smá vanilla og kanill ef vill
Smá salt ef vill

Leggja chia fræ í möndlu/rísmjólk/vatn ásamt goji og kakónibs í 15 mín
Líka hægt að gera kvöldið áður
Bæta rest út í


Njótið!
Heilsukveðja,
Ásdís grasalæknir.