Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins
Fimmtudagur 26. maí 2005 kl. 15:15

Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins

Hið árlega Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins verður fimmtudaginn 2. júní 2005 kl.19.00. Hlaupið verður frá Sundmiðstöðinni við Sunnubraut. Hægt verður að velja á milli tveggja vegalengda  þ.e. 3,5 km. og 7,0 km.
Upphitun verður á vegum Perlunnar kl. 18.45 á planinu við Holtaskóla. Skráning er í Perlunni frá 23. maí og við Sundmiðstöðina 2. júní frá  kl. 17.00.

Þátttökugjald er 500 krónur fyrir 14 ára og yngri, en 1000 krónur fyrir 15 ára og eldri. Bolur er innifalinn í verði. Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta sæti karla og kvenna í  báðum vegalengdum. Allir sem ljúka hlaupinu fá viðurkenningarpening, taka þátt í happdrætti og fá  frítt í sund á eftir í Sundmiðstöðinni.   Íslandsbanki er styrktaraðili heilsuhlaupsins og fleiri fyrirtæki hafa gefið góða happdrættisvinninga. Suðurnesjabúar komið og verið með hvort sem er til að hlaupa, skokka eða ganga.

Krabbameinsfélag Suðurnesja

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024